04.04.1940
Sameinað þing: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í B-deild Alþingistíðinda. (60)

1. mál, fjárlög 1941

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Hv. frsm. fjvn. gerði þá grein fyrir afgreiðslu n. til 3. umr., að samkvæmt till. hennar myndu gjöldin aukast um 133500 kr. og greiðsluhallinn á sjóðsyfirlitinu þá hækka upp í 407000 kr., í staðinn fyrir 274000 kr., eins og það var eftir 2. umr. Um þetta er það að segja, að mér finnst óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir frekari greiðsluhalla, sakir þess hve lágt er áætluð verðlagsuppbótin á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins, sem í frv., eins og það nú er, er áætluð 350000 kr., en í frv. eins og það var lagt fyrir var áætluð 500000 kr., og þá miðað við meðaluppbót, sem mér virðist engan veginn hafa verið of lágt áætlað, þar sem uppbótin í 1. flokki er nú þegar komin upp í 15%, og ef áframhald verður á styrjöldinni, þá er náttúrlega vitað, að dýrtíðin muni á árinu 1941 verða hækkuð til stórra muna frá því, sem nú er. Það er þess vegna alveg gefið, að þessi gjaldliður er of lágt áætlaður, og sjálfsagt ekki varlegt að gera ráð fyrir, að hann verði lægri en áætlað var í stjfr. Greiðsluhaliinn, sem þegar er sjáanlegur, verður þess vegna um 600000 kr., að viðbættum þeim gjaldaaukningum, sem felast í till. fjvn. Þar við bætist svo, að hér eru komnar æðimargar brtt. frá einstökum þm., sem ég skal annars ekki ræða um, enda hefir ekki verið fyrir þeim mælt af flm. þeirra, en þeirra á meðal eru vafalaust einhverjar, sem gera má ráð fyrir, að finni náð fyrir augum hv. þm. Og sumar þessar till. fela í sér talsverðar hækkanir. Ég sé til dæmis till. á þskj. 333, um fjárveitingu til framræslu og vegagerða, 300000 kr. Það er í sjálfu sér ekki nema eðlilegt, að svona till. komi fram, með tilliti til þess ástands sem nú ríkir, og það verður að sjálfsögðu að leggja talsvert fé fram til slíkra framkvæmda. En að þessu athuguðu finnst mér allt benda til þess, að greiðsluhallinn á fjárlögunum verði mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir. Það er þess vegna sýnilegt, að ekki verður hjá því komizt að beita til fulls þeim heimildum, sem þegar eru veittar til lækkunar útgjaldanna. Og hv. þm. er hollt að hafa það í huga, þegar þeir greiða atkv., að því meira sem bætist á gjaldaliði fjárlaganna, því meiri nauðsyn verður á því að nota þær lækkunarheimildir, sem veittar hafa verið, þegar á þessu ári, og ég vil undirstrika það, að þá verður einnig miklu meiri nauðsyn á að fá þær frekari lækkunarheimildir, sem farið er fram á með frv. því, sem nú er komið fram, um heimild til lækkunar á nokkrum lögbundnum gjaldaliðum.

Við till. fjvn. á þskj. 272 hefi ég svo sem ekkert sérstakt að athuga. Þær útgjaldahækkanir, sem n. leggur til, eru í sjálfu sér til þarfra hluta, sem æskilegt væri að geta lagt sem mest í. Það hefir aðeins það í för með sér, að hætta er á því, að baggi ríkissjóðs verði fullþungur. Ég tel ástæðulaust að ræða einstakar till. n. Atkvgr. sker úr um það, hvað menn vilja samþ. af þeim. Yfirleitt geri ég ráð fyrir, að þær gerði samþ.

Um 18. brtt. skal ég geta þess, að mér virðist hún koma „eins og þjófur úr heiðskíru lofti“. eins og nú er búið að breyta því orðatiltæki, því að þar er talað um að veita til kennslu í sauðfjárrækt á jörð, sem mig minnir, að hafi verið gefin sérstöku sveitarfélagi til afnota í sínar þarfir í slíku skyni, en mönnum hafði skilizt, að það væri það sveitarfélag, sem ætti að standa straum af þeirri starfsemi, sem þarna ætti að eiga sér stað, en þarna er að sjálfsögðu ekki um neitt stórvægilegt að ræða.

Um 20. brtt. skal ég geta þess, að þetta má telja beina afleiðingu af breyt, á héraðsskólalögunum á síðasta þingi, þar sem svo er fyrir mælt, að ríkið skuli taka að sér 3/4 af stofnkostnaði héraðsskólanna, í stað 1/2 áður, sem ríkinu bar skylda til að greiða. Að vísu var þannig um hnútana búið í þessum l., að þetta kemur ekki til framkvæmda nema Alþ. veiti til þess sérstaka heimild t.d. með fjárveitingu. Það var auðvitað búið svona um þetta í frv. um breyt. á héraðsskólalögunum til þess að gera þetta aðgengilegra í svipinn, en að því hlaut að koma, að till. kæmi fram um, að þessu yrði hrundið í framkvæmd, og í raun og veru er hér ekki hart af stað farið, en samkvæmt því, sem hv. frsm. fjvn. sagði um þetta, er sá baggi, sem ríkissjóði er þarna bundinn, um 400000 kr., og þetta eru þess vegna ekki nema lágir vextir af þeirri upphæð, en hinsvegar ekkert gert fyrir afborgunum. En úr því að þetta er komið í l., geri ég ekki ráð fyrir, að hjá því verði komizt að taka það upp í fjárl., því að annars verður allt í óvissu um greiðslu á skuldum þeim, sem á þessum stofnunum hvíla.

Um 26. brtt. hv. n. á þskj. 272, og þó öllu heldur hv. brtt. hennar á þskj. 321, þar sem lagt er til að hækka framlagið til íþróttasjóðs úr 30 þús. upp í 40 þús. kr., get ég sagt það, að ég tel það vei ráðið af hv. n. að gera þessa till., sérstaklega með tilliti til þess, að brtt. á þskj. 327 miðar að því að hlynna að þeirri íþróttastarfsemi, sem haldið hefir verið uppi að Kolviðarhóii.

Það getur verið á misskilningi byggt hjá mér, en mér þótti undarleg 29. brtt. hv. fjvn., um 1000 kr. framlag til Íslenzk-ameríska félagsins til þess að kosta nám amerísks stúdents hér á landi. Sú grein er fyrir þessu gerð, að mætur maður í Ameríku hafi lofað að gefa 1000 dollara til þessa, að því tilskildu, að nokkur fjárveiting kæmi á móti héðan að heiman. Mér finnst nærri óviðkunnanlegt af þessum mæta manni frá þessari voldugu þjóð að binda þetta slíku skilyrði, þó að hann meini eflaust ekki nema gott eitt með þessu.

Hv. fjvn. hefir hækkað fjárveitingu til Jóns Dúasonar úr 3000 kr. upp í 5000 kr., til þess að kosta útgáfu á ritum hans. Ég skal ekki þrátta við hv. n. út af þessu. Ég tók fjárveitinguna upp í fjárl. eftir till., sem fram kom á síðasta þingi. Það skal játað, að ekki er vanþörf á þessari fjárveitingu, ef á að hraða útgáfunni, en það getur verið álitamál, hve mikil nauðsyn er á að hraða henni.

Þá er 32. brtt., sem mér kom alveg á óvart, en þar er farið fram á, að styrkveitingar til skálda og listamanna verði aftur færðar í sama horf og stofnað var til með fjárl. þeim, sem síðast voru afgr., þ.e. að menntamálaráði verði falið að úthluta 80000 kr. til slíkra manna. Ég hefi ekki áður gert verulega grein fyrir því, hvers vegna ég tók þá ákvörðun að setja þetta á fjárlfrv., þar sem þingið hafði ákveðið að fela þetta menntamálaráði. Ég skal því gera grein fyrir þessu nú, til þess að hv. þm. eigi kost á að sjá allar hliðar þessa máls, áður en gengið er til atkv.

Eins og margir hv. þm. muna, var mælt með þessari breytingu á síðasta þingi m.a. af því, að meðal þeirra, er styrki hafa hlotið, eru ýmsir óverðugir af ýmsum ástæðum. Sérstaklega var lögð áherzla á það, að ýmis skáldskapur hefði verið styrktur, sem væri sízt þjóðfélaginu til þrifa, að styrktir hefðu verið ýmsir menn, sem reka starfsemi óþarfa þjóðfélaginu og miða jafnvel skáldskap sinn og einkastarf við það að eyðileggja þjóðskipulagið eða vinna því mein. Ef fara á að miða styrkveitingar við slík sjónarmið, þykir mér enn varhugaverðara að þrengja hóp þeirra, sem styrkina eiga að veita. Ég hefi heyrt ýmsa halda því fram, og geta þeir haft nokkuð til síns máls, að það sé hæpin braut, að Alþ. fari að gera upp á milli manna eftir pólitískum skoðunum þeirra. En hitt er ljóst, að enn hæpnara er að fela fárra manna n. innan fjögra veggja að skipta til hægri og vinstri samkvæmt þessu. Ég fyrir mitt leyti er þeirrar skoðunar, að Alþ. eigi ekki að nokkru leyti að styrkja menn, sem miða starfsemi sína við það að vinna á móti þjóðskipulaginu eða granda því. En það er þingið, sem á að skera úr um það, hverjir séu hæfir til að njóta styrkja, en það á ekki að fela það ábyrgðarlausum mönnum að inna af hendi á laun. Slíkt tel ég ekki forsvaranlegt. Hér við bætist, að þegar birtur var listinn yfir þá, sem menntamálaráð hafði ákveðið styrki, þá sást, að ráðið hafði ekki tekið þetta til greina að öðru leyti en því, að lækkaður var styrkur til eins listamanns, en það er ekki það, sem um ræðir, hvort slíkir menn eigi að fá krónunni meira eða minna, heldur hitt, hvort styrkja beri þá yfirleitt. Þessi tilbreyting, að fela menntamálaráði úthlutunina, hefir því ekki borið þann árangur, sem hafður var að yfirskini til þess, að því væri falið þetta verk, og það ætti að vera næg ástæða til þess að taka þennan vanda aftur af því, þar sem ekki verður betur séð en menntamálaráð hafi aflað sér þessa trúnaðarstarfs með röngum forsendum.

Svo var önnur hlið á þessu máli. Það var mikið talað um það, að háð hefði verið grenjaskyttustarfsemi hér á þingi, þar sem menn, sem ekki höfðu unnið til styrkveitinga, smöluðu sér atkv. og höfðu þannig fram styrkveitinguna. Nú sé ég, að menntamálaráð hefir fellt niður styrk til allmargra manna, sem staðið hafa á fjárl. undanfarin ár, en síðan hefir verið innt að því við fjmrn., hvort það sæi sér ekki fært að sjá þessum mönnum farborða. Ef það á að vera svo, að menntamálaráð styrki þá menn eina, sem því þykir sér sómi að, en ýti við öðrum að hlaupa í skörðin og styrkja þá, sem minni sómi þykir að, þá er þetta enn hæpnara. Þeir, sem vinna að því að koma þessum styrkveitingum úr höndum þingsins, telja sér mikinn stuðning að þeim mörgu till. um styrkveitingar, sem fram eru komnar á þ., en auðvitað er það á valdi þingsins, hvort það vill samþ. þær eða ekki, og eins, hvort það vill halda á fjárl. ýmsum þeim mönnum, sem þar hafa verið, þrátt fyrir hegðun þeirra og háttalag, hvort það vill binda sig við upphæðir þær, sem áður hafa verið veittar á fjárl., eða lækka þær o.s.frv. En ég vek athygli á því, að með því að miða styrktarféð við ákveðna upphæð er málið komið á vafasaman grundvöll. Ef athugaðar eru styrkveitingar menntamálaráðs þetta ár, þá sést, að lækkaðir hafa verið allmjög styrkir til ýmissa manna, sem enginn ágreiningur er um, að vel séu að því komnir að fá nokkurn styrk til síns framfæris. Þeir hafa áður verið styrktir með svo háum upphæðum, að auðséð er, að það hefir verið gert í því skyni, að þeir gætu komizt af að allmiklu leyti á styrknum. Nú hefir menntamálaráð, til þess að geta veitt fleirum styrki, lækkað styrkveitingarnar til þessara manna. Má gera ráð fyrir, að í framtíðinni komi legíó manna til menntamálaráðs og biðji um styrk, og má gera ráð fyrir, að ráðið sjái sér ekki annað fært en veita hann nokkrum þeirra, og er þá um tvennt að velja, annaðhvort að hækka heildarfjárveitinguna eða lækka styrkinn hjá öðrum. Getur því farið svo, að menn, sem Alþ. hefir ætlazt til, að kæmust nokkurn veginn af með sinn styrk, verði að svelta. Ég veit ekki, hvort hv. þm. hafa gert það upp við sig, hvort þeir vilji þetta. Það er viðkvæmt atriði að nefna nöfn í þessu sambandi, en þess þarf ekki heldur. Hv. þm. geta af skrá menntamálaráðs sannfærzt um það, að ýmsir menn hafa verið lækkaðir mjög, sem þingið hafði veitt ákveðnar upphæðir. á styrki þingsins hafa auk þess verið greiddar dýrtíðaruppbætur, en ekki á styrki menntamálaráðs.

Ég er eins og fyrr þeirrar skoðunar, að það sé rangt, að þingið velti af sér ábyrgðinni, sem fylgir því, að það fari sjálft með þetta styrkveitingavald, ekki síður fyrir þá sök, að ef ekki á aðeins að meta hæfileika manna til að vinna að listrænum störfum, heldur einnig starfsemi þeirra á annan hátt, þá er óforsvaranlegt, að þingið afsali sér þessu valdi í hendur fárra manna, sem líklegri eru til að misbeita því en þingið í heild. Þar við bætist, að með afgreiðslunni á síðasta þingi var ekki úr því skorið. hverju meiri hl. þings var fylgjandi, þar sem till. var samþ. með 22:21 atkv. af 49 þm. Þar sem meiri hl. þings stóð ekki að þessari samþykkt, þótti mér sjáifsagt, að málið kæmi aftur til atkv.

Ég læt svo útrætt um málið að sinni, a.m.k. þar til ég heyri frekari rök fyrir þessari tilbreytni.

Þá er 38. brtt. hv. n., sem ég geri ráð fyrir, að henni þyki ekki ástæða til að gera að verulegu kappsmáli og ég hefi átt tal við hana um. En af því að ég legg til í fjárlfrv., að hnigið verði að því ráði að standa við gerða samninga, sem gerðir voru fyrir löngu, en hafa síðan verið rofnir, vil ég taka þetta fram: Í frv. eins og það var lagt fyrir þetta þing var gert ráð fyrir 15400 kr. launagreiðslu til forstöðumanns og fulltrúa veðurstofunnar, þar í innifalin 2000 kr. húsaleigustyrkur til forstjórans, en hann var áður 900 kr. En í l. um þetta var tiltekið, þegar byggt var yfir veðurstofuna, að forstöðumaðurinn skyldi hafa ókeypis húsnæði þar í húsinu. Nú hefir ekki verið byggt yfir veðurstofuna, en það hefir verið reist bygging, þar sem henni hefir verið fengið húsnæði, þar sem hún verður líklega framvegis. En ég get ekki fallizt á, að vegna þess, að ekki hefir verið reist sérbygging handa veðurstofunni, sé niður fallin skylda til að greiða forstjóranum húsaleiguna. Nú hefir þetta verið viðurkennt með því, að síðustu ár hafa honum verið greiddar 900 kr. Þessi skylda var viðurkennd ef til vill enn frekar með því, að aðstoðarmanni við veðurstofuna voru líka greiddar 900 kr. í þessu skyni. Byggist þetta á því, að í einhverri n. hefir verið samþ., að þegar byggt hafi verið yfir veðurstofuna og forstöðumaður fengið það húsnæði, þá skuli meta það húsnæði til leigu og forstöðumaður greiða aðstoðarmanni hálfa leiguna. Þó að ekki sé heimild fyrir þessu í l., þar sem það byggist aðeins á samþykkt þessarar n., þá er hitt gilt, að forstöðumaðurinn skuli fá húsnæðið greitt. Og ef greiða á aðstoðarmanninum húsnæði, þá á að greiða það af öðru fé en því, sem forstöðumanninum er ætlað. N. hefir þó ekki viljað fallast á þetta að svo stöddu og lagt til, að upphæðin væri aftur lækkuð niður í það, sem áður var.

Aðrar till. á þessu þskj. sé ég ekki ástæðu til að gera að umtalsefni. Þar er t.d. tekin upp aftur fjárveiting til birtingar veðurfregna í verstöðvum landsins. Ég hafði fellt þetta niður í fjárlfrv., talið eins heppilegt að láta símann annast þetta, en ég mun þó ekki gera málið að ágreiningsefni.

Ég skal svo að endingu geta þess, að ég tel brtt. hv. fjvn., sem nema samtals um 130 þús. kr., ekki raska svo mjög grundvelli fjárl., að þess vegna sé ástæða til ágreinings við hv. n., en vil undirstrika, að því meira sem útgjaldahliðin hækkar, því meiri ástæða er til, að stj. fái heimild til að lækka útgjöldin, ef ástæður þrengjast, sem gera má ráð fyrir. Jafnvel þó að ástandið versnaði ekki frá því, sem nú er, getur orðið erfitt að skila greiðslum ríkissjóðs, og vísa ég þar til þess, sem ég hefi áður sagt um lausaskuldasöfnun undanfarinna ára, sem ekki eru líkur til, að hætta muni. Greiðsluhalli fjárl. fyrir þetta ár og það næsta bætist þar við. Og ef ekki vata stórkostlega tekjur ríkissjóðs af því, að tekjustofnar gefi meira en áætlað var. verður ekki hjá því komizt að skera niður lausaskuldir til að standa straum af þessum lausaskuldum, því að ár eftir ár er ekki hægt að halda áfram að hlaða skuldum hverri ofan á aðra. Beinir skattar eru orðnir svo háir, að meðtöldum þeim kvöðum, sem hvíla á bæjar- og sveitarfélögum, að ég held, að flestum komi saman um, að þar sé ekki eftir neinu að slægjast eða hægt að herða þar meir að. Þá eru tollarnir. Ég held, að tollar séu svo háir, bæði á nauðsynjum og á hálfgerðum óþarfa, að það þyki vafasamt, að ávinningur sé að hækka þá tölulega í þeirri trú, að það bæti hag ríkissjóðsins.