19.03.1940
Neðri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (813)

60. mál, bifreiðalög

*Frsm. (Gísli Sveinsson):

Við þetta frv. eru fram komnar brtt. á þskj. 149 og 153. Brtt. 149 er í samræmi við þá brtt., sem liggur fyrir við það frv., sem er næst á dagskrá, frv. til nýrra umferðarlaga. Nú vil ég fara fram á það f. h. samgmn., að tillögumenn vildu geyma sínar brtt. til 3. umr. og að málið fengi framgang nú við 2. umr. Ég skal sérstaklega geta þess að því er snertir brtt. á þskj. 153, frá hv. 1. þm. Rang., að nú eru komnar fram gagngerðar brtt. á þessum kafla, sem eru undirbúnar af einum hæstaréttardómaranum, og býst ég við, að þessi brtt. hv. þm. geti fallið þar inn í og verði því óþörf, að framkomnum þessum till. N. mun taka þetta allt til athugunar fyrir 3. umr., og til þess að tefja ekki þessi mál að óþörfu, fer ég fram á, að þetta frv. verði samþ. við þessa umr. eins og það liggur fyrir.