14.05.1941
Neðri deild: 59. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (2429)

94. mál, girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipta

Helgi Jónasson:

Ég vil í sambandi við þetta mál benda á, að mjög eru skiptar skoðanir um not þessara girðinga, margra hverra. Um girðingarnar við Þjórsá og Héraðsvötn er enginn ágreiningur, en um girðingar innan þeirra héraða, sem mæðiveikin hefur lagt undir sig, er það svo, að þær hafa verið rifnar annað árið, en byggðar hitt árið. Ég held því, að þeir, sem kunnugastir eru þessum málum öllum, ættu að fjalla um þau hver í sínu héraði, á hvern hátt þeim yrði bezt fyrir komið.