17.06.1941
Efri deild: 83. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1250 í B-deild Alþingistíðinda. (2849)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Jóhann Jósefsson:

Ég hafði búizt við að geta fylgt þessu máli, ef sýnt þætti, að Alþ. ætlaðist til, að kostnaður þeirra ráðstafana, sem hér ræðir um, væri borinn uppi sem jafnast af þeim landsmönnum, sem getu hefðu til þess. En þar sem nú er augljóst orðið, og þá sérstaklega af því, sem sumir hv. þm. hafa lagt til þessa máls hér í hv. d., að samtök virðast hafa átt sér stað um að leggja útgjaldabyrðina, sem af þessu frv. leiðir, eingöngu á herðar sjómanna og útvegsmanna, en losa aðra landsmenn við þær byrðar segi ég nei.