10.06.1941
Neðri deild: 75. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í C-deild Alþingistíðinda. (2964)

57. mál, bygging sjómannaskóla

Sveinbjörn Högnason:

Þar sem ég ber ekki það traust til þess manns, sem þessa till. ber fram og ber ráðherranafn, að hann geti eða muni undirbúa málið betur en gert er í þessu frv., — enda hefur ekki komið fram árangur af þeim undirbúningi, sem hann lézt hafa undir höndum, — þá segi ég nei.