12.05.1941
Efri deild: 58. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í C-deild Alþingistíðinda. (3032)

149. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Magnús Gíslason:

Af því að hæstv. fjmrh. er ekki staddur hér í d., vildi ég til athugunar fyrir hv. fjhn., sem væntanlega fær málið til meðferðar, geta þess, að þetta frv. um breyt. á gjaldi innlendra tollvörutegunda, þ. e. a. s. hækkun á ölskatti og tolli á gosdrykkjum, stendur í sambandi við annað frv., sem lagt er fram í hv. Nd., um afnám veitingaskatts. Er ætlazt til þess að bæta ríkissjóði upp þann tekjumissi, sem hann verður fyrir, er frv. um afnám veitingaskatts nær fram að ganga. Það hefði verið réttara að leggja bæði þessi frv. fyrir sömu d., en þetta frv. er í Nd. Ég vil skjóta því til hv. n., hvort ekki sé rétt, að þessi tvö frv. yrðu samferða hér í d., vegna þess að ef veitingaskattsfrv. verður ekki samþ., þá er ástæðan fyrir þessari tollahækkun, sem gert er ráð fyrir í þessu frv., fallin niður.