07.04.1941
Neðri deild: 32. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (3045)

31. mál, raforkusjóður

*Haraldur Guðmundsson:

Mig greinir á við meðnm. mína um .afgreiðslu þessa máls, og hafði ég gert ráð fyrir því að skila sérstöku minnihlutaáliti. En af ýmsum ástæðum hefur ekki getað orðið af því, enda má vera, að það skaði ekki svo mikið, úr því að meiri hl: n. ætlar að taka til athugunar aths. þær, sem forstjóri rafmagnseftirlits ríkisins hefur gert með bréfi sínu til. n.

Það er sérstaklega tvennt, sem veldur því, að ég, hef. ekki getað verið sammála meðnm. mínum um afgr. málsins. Samkvæmt frv., eins og það upprunalega lá fyrir , var gert ráð fyrir því, að tekjur raforkuveitusjóðs yrðu: 100 þús. kr. framlag ríkissjóðs árlega og að auki sá skattur sem gert er ráð fyrir, að bráðlega mundi komast upp í rúml. 100 þús. kr., samtals rúml. 200 þús. kr. árlega. Nú liggur í augum uppi, að það er kák eitt að ætla með slíkum fjárframlögum einum saman að koma á stofn raforkuveitusjóði —, til þess er upphæðin ófullnægjandi.

Ég vakti máls á því í n., að rétt mundi að veita sjóðnum heimild til þess að hafa með höndum svipaðar lánveitingar og á sér stað hjá ræktunarsjóði og byggingar- og landnámssjóði, þannig að þessi lán mætti veita með nokkuð lægri vöxtum en venjulega. Ég lagði einnig til, að framlag ríkissjóðs yrði notað að svo miklu leyti sem ástæða væri til þess, og gefin yrðu út skuldabréf. Meiri hl. n. gat ekki fallizt á þetta, en tók hins vegar upp þá leið, sem brtt. bera með sér, að veita ríkisstj. lántökuheimild, að upphæð allt að 5 millj. kr., vegna sjóðsins. Ég skal að vísu játa, að þetta bætti nokkuð úr, en tel það vafasamara. en bréfaútgáfu — hún hefur gefizt vel, þar sem hún hefur verið reynd. Þess vegna var engin ástæða til þess að fara að víkja út af þeirri leið. Hvað slíka lántökuheimild snertir er þess einnig að gæta, að búast má við, að hún verði ekki mikils virði þegar stríðinu lýkur, því sennilegt er, að lánsþörfin verði þá meiri heldur en framboð af peningum, en sala bréfa er venjulega auðveldari en stórar lántökur.

Hitt atriðið, sem ég tel enn þá fráleitara, það er ákvæði 3. gr. frv., og þó að þær breyt. verði gerðar, sem lagt er til með brtt. n., þá ætla ég, að það megi vera hv. dm. ljóst, ef þeir athuga það, að meiri hl. þeirra rafstöðva, sem til er í landinu, verður að greiða 7% vexti af sínum lánum. Þessar rafveitur eiga svo að greiða skatt til þess að lána öðrum lán til 30 ára með 3% vöxtum. Þeir, sem búa við þessi óhagstæðu lánskjör, eiga að greiða sérstakan skatt handa þeim, sem eiga að fá 30 ára lánstíma með 3% vöxtum. Ég verð að segja, að mér finnst þetta ákaflega mikið ranglæti gagnvart þeirri, sem hafa átt við svo slæm lánskjör að búa. Ég hef fengið skýrslu um það hjá rafmagnseftirliti ríkisins, hvað skatturinn mundi verða mikill hjá nokkrum stöðvum, miðað við frv. eins og það nú liggur fyrir og einnig samkvæmt till. SkG, sem n. hafði til hliðsjónar og tók upp í sínar brtt. Ég hef fengið skattinn reiknaðan út í krónum á hverja þá stöð, sem um er að ræða, enn fremur í hundraðshluta af tekjum stöðvanna o. s. frv. Fer skýrsla þessi hér á eftir:

Stofn kostn-

aður

Tekjur

194l ea.

Mestur skattur

Skatturinn

í o/o af tekjum

Tilsv. höfuðstóll m. r. 5%

í krónum

í o/o af stofnk

S. G.

P. O.

S. G.

P. O.

S. G.

P. O.

S. G:

P. O.

þús.kr

þús. kr.

kr.

k.

o/o

o/o

þús. kr.

þús. kr.

o/o

o/o

Rafmagnsveita Reykjavíkur

og Sog

16451

2600

71780

94680

2,76

3,64

1435 890

1890

8,70

11,50

Rafveita Akureyrar og Laxá,

3000

450

11400

15200

2,54

3,40

230

300

7,70

10

Rafveita Ísafjarðar

1020

180

3600

4800

2,00

2,66

70

100

7

10

Rafveita Blönduóss

210

34

1200

1600

3,54

4,70

24

32

11,50

15

Rafveita Seyðisfjarðar

175

35

900

1200

2,57

3,40

18

24

10

13,60

Rafveita Reyðarfjarðar

115

18

1170

1560

6,50

8,70

23

31

20

27

Samtals

20971

3317

90050

119000

2,70

3,70

1800

2377

8,60

11,40

Ég hef nú gert dm. grein fyrir því, hvernig Þessi skattur verkar peningalega séð á þessar rafveitur, sem flestar búa við dýr og óhagstæð lán. Skattur sem þessi getur komizt upp í 1/5 af stofnkostnaði fyrirtækisins, ef brtt. verður samþ. Mig undrar satt að segja, að hv. nm. skuli reyna að bera fram slíkar till. hér í d. sem þessar. Ég hefði kosið, að ýmsar breyt. á frv. um rafveitusjóð hefðu verið gerðar, t. d. að menn yrðu ekki hvattir til þess að byggja rafstöðvar innan þeirra svæða, þar sem svo stendur á, að hægt væri að fá rafmagn frá einni aðallínu, eins og t. d. línunni frá Soginu. Að fá ódýr lán, það mundi beinlínis spilla fyrir því, að línur yrðu lagðar út frá Soginu og kæmu að því gagni fyrir almenning, sem til var ætlazt. Ég mun greiða atkv. á móti brtt. meiri hl. við 3. gr. og einnig á móti gr. í frv., hvort sem brtt. verður samþ. eða ekki. En eftir þær upplýsingar, sem hv. frsm. gaf í upphafi, mun n. taka málið til athugunar á ný í sambandi við bréf forstjóra rafmagnseftirlitsins. Mun ég að öðru leyti greiða því atkv. til 3. umr. Yrði aftur á móti 3. gr. samþ., mun ég greiða atkv. á móti því í heild, þegar það kemur til atkv.