16.05.1941
Neðri deild: 61. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í C-deild Alþingistíðinda. (3191)

72. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Sigurður E. Hlíðar:

Ég skal ekki lengja umr., heldur aðeins segja nokkur orð vegna brtt. minnar á þskj. 372. Eins og ég tók fram við 2. umr., tók ég hana aftur samkv. eindreginni ósk nokkurra flm., sem létu í veðri vaka, að þeir mundu vilja fylgja henni. Ég hef nú heyrt það á undirtektum tveggja þeirra, að þeir vilja standa við loforð sitt. Þó að ég sé yfirleitt á móti takmörkunum á dragnótaveiðum, þá er það svo, að smábátaútvegsmenn við Eyjafjörð leggja mikla áherzlu á að fá bægt frá dragnótaveiðum stærri bátum og skipum. Það er ekki ætlun þeirra að amast við smábátunum. En einmitt þeim er með frv. bægt frá líka, þó að undanskildir séu júlí- og ágústmánuðir, sem einmitt er síldveiðitíminn fyrir norðan, þegar dragnótaveiðar eru ekki stundaðar hvort sem er. Ég legg áherzlu á, að ég geti fengið þessari litlu leiðréttingu framgengt.