15.05.1941
Sameinað þing: 16. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í D-deild Alþingistíðinda. (3496)

153. mál, frestun alþingiskosninga

*Gísli Guðmundsson:

Vegna þeirrar till. til þál., sem hér liggur fyrir, vildi ég leyfa mér að bera fram 2 fyrirspurnir, til hæstv. forsrh.: Í fyrsta lagi vil ég spyrja um það, hvort fyrir liggi vitneskja um það, að dómstólar landsins, og þá sérstaklega hæstiréttur, muni dæma eftir þeim lögum, sem samþ. kynnu að verða á Alþingi með umboði, sem framlengt væri án kosninga, eins og till. gerir ráð fyrir. Í öðru lagi vil ég spyrja um það, hvaða ástand hæstv. forsrh. telur þurfi að vera fyrir hendi síðar meir til þess að telja megi till. þá, sem hér liggur fyrir til samþ., fordæmi fyrir frestun almennra kosninga til Alþingis.