10.03.1941
Neðri deild: 14. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í B-deild Alþingistíðinda. (388)

8. mál, innanríkislán

*Frsm. (Haraldur Guðmundsson) :

Fjhn. hefur athugað frv. þetta og borið það saman við bráðabirgðal. Einnig hefur hún rætt við hæstv. fjmrh. um frv. og ýmis atriði í sambandi við það. Lán það, sem borga á upp með innanríkisláninu, var tekið í Englandi 1930 og var þá 540 þús. pund. Afföll og kostnaður varð yfir 40 þús. pund, svo að til útborgunar komu ekki nema 500 þús. . pund. Eftirstöðvar . lánsins munu nú vera sem næst 510 þús. pund, eða um 13,4 millj. í íslenzkum kr.

Þó að nokkur tekjuafgangur hafi orðið á síðastl., ári og vænta megi töluvert meiri tekjuafgangs á þessu ári, eftir því sem nú horfir við, þá nægir það ekki til þess að borga lánið upp. Hins vegar telur ráðh., að með því að hækka lánsheimildina um helming, úr 5 millj. upp í 10 millj., muni það nægja til þess að borga lánið að fullu. Með tilliti til þessa er brtt. a þskj. 61 flutt.

Eins og hv. þdm. mun kunnugt, var lán þetta látið ganga til Landsbankans, Búnaðarbankans og til þess að byggja fyrir það síldarverksmiðju. Nú hefur Búnaðarbankinn lýst yfir því, að hann sé þegar reiðubúinn að greiða þær 1.8 millj., er til hans gekk af láninu. Það, sem því greiða þyrfti af tekjuafgangi ríkissjóðs, yrði. um 1.6 millj. kr. Þá gaf hæstv. ráðh. n. ýmsar upplýsingar um fjárhagsástæðurnar út á við. Taldi hann, að innistæður bankanna í Englandi hefðu verið orðnar allmiklar, áður en takmarkanirnar um kaup þeirra á sterlingspundum hefðu verið settar, og enn ykjust þær að nokkrum mun. Hann minntist og á tvö lán, sem ríkissjóður ætti ógreidd í Englandi, auk lána þeirra, sem bankarnir sjálfir hefðu tekið. Fjhn. er á einu máli um, að lán þessi þurfi að borga upp, — að vísu eru vextir af þeim tiltölulega hagstæðir, 4½%. Aftur eru vextirnir af láninu, sem tekið var 1930, 5½%. Sá hluti innanríkislánsins, sem tekinn hefur verið, er með 4½%, og má vel vera, að það sé fullhátt, en þrátt fyrir það sá n. sér ekki fært að setja inn í frv. fyrirmæli um, hver vaxtakjör skuli vera á síðari hluta lánsins, og gengur því út frá, að þau muni verða svipuð og á fyrri hlutanum.

Fjhn. mælir svo með því, að brtt. á þskj. 61 verði samþykkt.