24.03.1941
Neðri deild: 22. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í B-deild Alþingistíðinda. (471)

32. mál, fjarskipti

*Bergur Jónsson:

Ég þakka hv. frsm. fyrir svarið og vil árétta tilmæli mín með því að minna á eitt atriði. Til þess að nota lög verður maður yfirleitt að geta flett upp í stjórnartíðindum eða lagasafni og munað það nafn, sem fletta skal upp. Margir, sem eru því ókunnugir, sem á Alþingi er samþ., mundu verða í vandræðum að finna þessi lög; orðið fjarskipti dytti þeim ekki sjálfkrafa í hug né vekti eftirtekt þeirra í efnisyfirliti. Ég veit, að hv. frsm. skilur þá erfiðleika, sem slíkt getur valdið fjölda manna, og að fyrirsagnir laga og lagakafla verða skilyrðislaust að vera hjálp, en ekki hindrun fyrir þá, sem eiga að lesa lögin.