10.03.1941
Neðri deild: 14. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í B-deild Alþingistíðinda. (490)

50. mál, gjaldeyrisverslun o.fl

Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson). Á síðasta þingi var kosin milliþn. til þess að endurskoða núgildandi löggjöf um gjaldeyrismálin. Sú nefnd hefur starfað síðan, og þó að hún hafi enn ekki skilað opinberu áliti, get ég fullvissað menn um sem einn aðili í þessari n., að álits hennar er bráðlega að vænta. Ég býst við, að mönnum hafi fundizt undarlegt, að hér er komið fram frv. án þess að álits n. sé þar að nokkru getið í því sambandi. Ég vil því taka fram, að niðurstaða n. var sú, að á l. um gjaldeyrisverzlun þyrfti að gera þær breyt., sem frv. fer fram á, vegna þess ástands, sem nú ríkir.

Þetta frv. er flutt sem stjórnarfrv., og hefur það inni að halda eina aðalbreytingu. Hún er sú, að skylt sé að afhenda allan erlendan gjaldeyri, en áður þurfti aðeins að skila því fé, sem inn kæmi fyrir vörur. Við rannsókn á þessum málum þótti rétt að láta sömu reglu gilda um allan erlendan gjaldeyri, hvort sem hann kæmi í hendur manna fyrir vörusölu, sem umboðslaun eða á annan hátt. Vænti ég, að þessum breyt. verði vel tekið, enda virðast þær mjög sanngjarnar. Önnur breyt. frv. er sú, að bankarnir greiði laun þeirra nefndarmanna, sem þeir tilnefna. Að vísu hefur ríkisstjórnin skipað menn þessa, en eftir till. bankanna.

Þriðja ákvæði frv. er um að fella úr gildi lög frá 1924, um gengisskráningu og gjaldeyrisverzlun, og lög frá 1925, um breyting á þeim 1. Voru þessi1, í gildi aðeins að nafninu til, en

með bráðabirgðabreyt. nokkurra laga var raunverulega ekkert eftir af þeim og því rétt að fella þau alveg úr gildi.

Hins vegar skal ég taka það fram, að milliþn. mun athuga það mál sér, og vonast ég til, að till. komi fram hér á þessu þingi um, að það verði sett sérstök löggjöf, sem snertir nokkuð þetta sama löggjafaratriði, sem þarna er fellt úr gildi, þó ekki verði hún raunar alveg sama efnis og þetta, sem hér er fellt úr gildi.

Óska ég svo, að frv. gangi til fjhn.umr. lokinni.