17.06.1941
Sameinað þing: 20. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1286 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

Kosning ríkisstjóra

Forseti (HG) :

Samkvæmt þessu er Sveinn Björnsson, sendiherra, rétt kjörinn ríkisstjóri Íslands frá deginum í dag til 17. júní næsta ár.

Háttvirtir alþingismenn! Nú mun forsætisráðherra ganga á fund hins nýkjörna ríkisstjóra og kveðja hann til að taka við embætti sínu. Vil ég biðja háttvirta þingmenn að bíða í sætum sínum komu þeirra.

[Forsætisráðherra gekk af fundi, en kom að vörmu spori aftur inn í salinn í fylgd með ríkisstjóra og leiddi hann til sætis í miðjum salnum, andspænis forseta. Þingmenn risu úr sætum sínum, er ríkisstjóri gekk inn í salinn.]