19.05.1941
Neðri deild: 62. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í B-deild Alþingistíðinda. (981)

150. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Allshn. hefur athugað þetta frv., sem nú er lagt fram sem stjfrv., og hefur það komið í ljós, að allir þeir, sem greindir eru í 1. gr., fullnægja skilyrðum 1. til þess að fá ríkisborgararétt, að undanskildum nokkrum mönnum, sem eru taldir upp í aths. við frv. Þeir hafa ekki getað aflað sér hegningarvottorðs vegna styrjaldarástandsins, og virðist ekki ástæða til þess að láta þá gjalda þess, þar sem mennirnir hafa hagað sér sómasamlega hér á landi, en hins vegar ekkert samband við heimaland þeirra.

Þá hefur n. tekið það til athugunar, að einn af þessum mönnum hefur ekki náð fullum 16 ára aldri fyrr en 9. júlí, en það virðist lágmarksaldur til þess að geta fengið sjálfstæðan ríkisborgararétt. — Önnur brtt., sem fram er borin, stafar af þessu, og gerir hún ráð fyrir, að enda þótt l. öðlist gildi þegar í stað, þá verði gerð undantekning að því er snertir Martin Petersen og l. látin ná til hans, þegar hann verður 16 ára að aldri, 9. júlí 1941.