19.11.1941
Efri deild: 20. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í B-deild Alþingistíðinda. (247)

10. mál, vatnalög

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Þetta mál var flutt í Nd. upphaflega sem frv. til laga um vatnsveitu í Bolungavík, en að öðru leyti er efni þess sama og þess frv., sem hér liggur fyrir. Í Nd. kom fram brtt. við þetta frv., um að bæta inn í, að þessi ákvæði næðu einnig til vatnsveitu í Borgarnesi og á Akranesi. Allshn. Nd., sem hafði frv. til meðferðar, féllst á efni frv., en þótti betur viðeigandi, að frv. væri breyt. á vatnal., 22. gr., og var fyrirsögninni breytt í þá átt. Að öðru leyti breyttist frv. ekki neitt í Nd. Eins og frv. er nú, gildir sú breyt., sem með því er gerð á vatnal., fyrir allar vatnsveitur á landinu, og er þá heimilt að hækka frá því, sem ákveðið er í vatnal., væði vatnsskatt og vatnsgjöld af húsum. Virðist það vera eðlilegt, þar sem vatnal. eru nær 20 ára gömul og allt verðlag hefur breytzt svo gersamlega, að annað tveggja verður að breyta þessu eða að ekki er hægt að láta vatnsveitur bæjanna bera sig. Allshn. hefur athugað málið og fallizt á þessa breyt. Leggur n. því til, að frv. verði samþykkt.