10.11.1941
Sameinað þing: 11. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (550)

9. mál, trúnaðarbrot við Alþingi

Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Það stendur hér fullyrðing móti fullyrðingu. En varðandi það mál, sem hér liggur fyrir, þá skal ég endurtaka það í fyrsta lagi, að það hlutu allir að vita, að það lá fyrir, að þm. skyldu greiða atkv. á fundinum um þetta mál. Hvernig átti líka að skera úr þessu máli nema með atkvgr.? Ég vil loks segja frá því, að á stjórnarfundi kl. 11–12 var borin upp till. um það, hvort það ætti að athuga þessa till. eða ekki. Fyrst var lesin upp aths. ríkisstj., síðan aths. viðskiptan., síðan var till. loks lesin hér upp. Það var því vitað, að till. átti að koma fram. Það er því ljóst, að það hlaut að berast út um bæinn, að þessi till. yrði tekin til meðferðar og atkvgr. mundi fram fara um hana. Það dettur engum í hug að halda því fram, að starfsmenn ríkisstj. hafi farið að hlaupa með þetta. Nei, það er óhætt að segja, að þetta mál er frá upphafi til enda ómerkilegt þvaður, sem hvergi á neina stoð, hvorki í sannleika né réttri hugsun.