26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

13. mál, skemmtanaskattur

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Þetta er enn hraparlegri misskilningur hjá þm., því að það er algerlega á þingsins valdi, hvort skattaukinn er hirtur eða verður gefinn þeim, sem að þessum einkarekstri standa. Það er líka misskilningur, að samkomulagsleiðin hefði verið fær. Bíóin eru aðeins ein tegund þeirra fyrirtækja, sem um er að ræða, og þm. sá, sem hv. 4. landsk. veik að, er aðeins meðeigandi í einu þeirra. Auðvitað þurfti löggjöf, og nú er það Alþingis að ákveða hana.