23.03.1942
Neðri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (145)

13. mál, skemmtanaskattur

Pétur Ottesen:

Ég hreyfði því, þegar þetta mál var. til 2. umr., að ég teldi eðlilegt, að sá skattauki, sem aflað verður samkv. þessu frv., renni til þeirra staða, sem skatturinn er innheimtur á. Ég gat þess, þótt álíta mætti, að ekki væri óeðlilegt, að með þessum hætti væri aflað nokkurs fjár til þess að byggja þjóðleikhús í Reykjavík, sem er komið á nokkurn rekspöl, þó að nú hafi orðið bið á framkvæmdum þar, þá sé jafneðlilegt, að þegar svo mikil hækkun verður á þessum skatti, þá séu þær tekjur ekki með illu teknar frá þeim stöðum, sem teknanna er aflað á, og fluttar til Reykjavíkur. Það er skoðun okkar flm. brtt., að eðlilegt sé, að þannig verði ráðstafað þeim skattauka, sem fellur til samkv. þessu frv. þegar skemmtanaskatturinn var upphaflega lagður á, átti hann að renna til þeirra staða, þar sem hann var innheimtur, og var það á valdi hreppsnefnda og bæjarstjórnar ráðstafa skattinum til þeirra þarfa, sem þeir álitu, að honum væri vel varið til. Þessu var breytt árið 1923 og allur skatturinn látinn renna í svonefndan þjóðleikhússjóð, en jafnframt var mjög þrengdur sá rammi, sem settur hafði verið um innheimtu skattsins, því að þá var harm eingöngu bundinn við staði, sem höfðu yfir 1500 íbúa, en áður voru því ekki akmörk sett.

Við flm. lítum svo á, að eðlilegast væri, að skatturinn gengi til þeirra staða, sem hann fellur til, og væri notaður til nauðsynlegra framkvæmda þar, en að vísu væri ekki óeðlilegt, að hið opinbera hefði einhverja íhlutun um, hvernig honum væri ráðstafað, en eins og ég gat um, var árið 1923 horfið að því ráði að verja honum til þjóðleikhússins. En á þessu hefur orðið veruleg breyting, því að um langt árabil hefur skatturinn runnið í ríkissjóð. Nú er aftur gert ráð fyrir, að frá síðustu áramótum renni hann í þjóðleikhússjóð, jafnframt því sem sú hækkun er gerð, sem í frv. felst. Ég held þess vegna, að það sé ekki nema eðlileg tilhögun, að þessum skatti yrði varið eins og við hv. þm. Ísaf. leggjum til í þessari brtt. okkar.

Mér þykir svo ekki ástæða til að fara lengra út í þetta mál. Við höfum ekki viljað á þessu stigi leggja til, að skatturinn reyni aftur í þann farveg, sem hann ætti að renna upphaflega, að, hann færi allur til þeirra staða, sem hann er innheimtur, heldur leggjum aðeins til, að þessi ráðstöfun verði gerð meiri skattaukann og vonum, að svo verði litið á, að þetta sé eðlileg og sanngjörn ráðstöfun og till. fái því góðar undirtektir í d.