18.05.1942
Efri deild: 60. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

37. mál, byggingar og landnámssjóður

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Frv. þetta hefur verið endursent þessari d. frá Nd. og höfuðbreyt., sem á því var gerð þar, er sú, að í staðinn fyrir, að Ed. setti hámark lánanna 7500 kr., hefur Nd. fært það upp í 9000 kr. Að vísu er það eftir því, sem okkur nm. virðist, helzt til hátt, einkum þegar verðlag fer að lækka, en við viljum ekkí hætta málinu út af þessu eina atriði. N. væntir, að allt verði í hófi haft um þessar lánveitingar, og að sú bankastj., sem á hverjum tíma fær þetta til meðferðar, kunni þau skil, að hún fari ekki í hámark nema sérstaklega standi á.

Ég vil að það sé athugað, að sú prentvilla hefur verið í frv., að í stað 6 í tölu og þús. (6 þús.) hefur staðið 6000. Mætti leiðrétta þetta til samræmis.