16.05.1942
Efri deild: 59. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (2015)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti ! Ég held, að það hafi verið misskilningur hjá hv. 1. þm. Eyf., að ég hafi sagt, að hann hefði beinlínis verið andvígur brtt. þeirri, sem ég ber fram á þskj. 420. En ég held, að ég hafi orðað það svo, að mér virtist vera ágreiningur um 1. gr. Og ég benti á það í því tilefni, að flokksmenn hans bera fram till. þá, sem vitnað er til í nál. meir í hlutans, þar sem lagt er til að leggja fyrir:. milljónir kr. af tekjum ársins 1941, sem á að verja til alveg sérstakra ráðstafana að stríðinn loknu. Þetta er vitanlega ekkert annað en það, sem í minni brtt. er. Ég vil, að þessu fé sé varið til sérstakra ráðstafana, eftir því sem unnt er.

Hv. 1. þm. Eyf. tók þessari brtt. minni vinsamlega, en kvaðst þó ekki greiða atkv. með henni, m.a. vegna þess, að hann sagðist treysta því, að það yrði haft eins og brtt. segir, þótt það standi ekki í frv., og þó sérstaklega vegna þess, að í grg. frv., eins og það var lagt fram á haustþinginu, hafi þetta verið tekið upp. Og í öðru lagi hefði þetta komið fram í framsöguræðu hv. flm. í hv. Nd. En það, sem sagt er um mál, er alls ekki sama og það, sem ákveðið er með lögum. Og það hlýtur hann að viðurkenna, að það er öruggara að hafa lagaákvæði um þær framkvæmdir, sem honum er ætlað að gera. Út frá þessari röksemdafærslu hv. þm. virðist mér, þar sem hæstv. atvmrh. hefur ekki lagt til, að frv. verði fellt, heldur vísað til stj., að ég gæti, ef till. mín yrði felld, með sömu röksemd, — að í hv. Nd. væri búið að tala um, að svona ætti að ráðstafa fénu —, greitt atkv. með því, að frv. yrði vísað til hæstv. ríkisstj., af því að hún mundi ráðstafa fénu svona, þó að það stæði ekki í lögum. Það virðist mér a.m.k. rökrétt ályktun af því, sem þessi hv. þm. sagði. Ég mun því, ef mín till. verður felld, taka til athugunar, hvort ég álít rök hans svo mikils virði, að rétt sé að fylgja till. hv. minni hluta.

Út af því, sem hæstv. atvmrh. talaði um, að þessi lög væru annars eðlis en þau lög, sem kæmu strax til framkvæmda, vil ég segja það, að það er ekki rétt. Þegar þessi lög öðlast gildi, þá koma þau strax til framkvæmda að því leyti, sem til sjóðsmyndunarinnar kemur, en að öðru leyti koma þau ekki til framkvæmda, fyrr en fé sjóðsins er ráðstafað.

Um jöfnunarsjóð gegnir allt öðru máli. Þar er ert ráð fyrir varasjóði, sem varið yrði eingöngu til þess að greiða tekjuhalla, sem kæmi fram á fjárlögum. En hér er um að ræða fé, sem fengið er á óvenjulegan hátt, og við leggjum til að verði fest, eftir því sem unnt er, þó að okkur sé vitanlega ljóst, að komandi þing geta breytt þessu, ef viðhorfin breytast að einhverju leyti. Og ég vil taka undir það, sem hv. 1. þm. Eyf. sagði, hvort ekki muni vera heppilegra fyrir hæstv. ríkisstj. og þau þing, sem afgreiða fjárlög, að hafa sem allra mest af árlegum tekjum ríkissjóðs bundið, og hvort það er ekki alveg rökrétt ályktun af því, að fjárkröfur ýmissa hv. þm. eða kjördæma á hendur ríkisstj. og Alþingi mundu verða nokkru minni, ef fyrirfram væri vitað, að svo og svo mikið af tekjuafgangi hvers árs væri bundinn, og ekki ráðstafað nema í sérstöku augnamiði á víssum tímum. Og út af þeirri líkingu, sem hæstv. atvmrh. dró í þessu máli, um horn á húsi, sem byggt hefði verið og gerði gagn, meðan það stæði, vildi ég beina til hans og hv. dm., hvort við getum ekki orðið sammála um að bíða þetta ár, svo að það geri sitt gagn, meðan það stendur, enda færi bezt á því.