07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í B-deild Alþingistíðinda. (2158)

66. mál, eignarnámsheimild á heitu vatni og landi í Siglufirði

Erlendur. Þorsteinsson:

Herra forseti! Út af síðustu ummælum hv. 1. þm. Eyf. vil ég aðeins taka það fram, að hv. frsm. skýrði mér frá þessari brtt., sem n. hefur gert við frv., og ég sé ekki neitt við hana að athuga. Sé ég ekki annað en að hún hafi sömu heimild í sér fólgna eins og frv. gerir ráð fyrir, en mætti kannske segja; að með samþ. hennar væri nokkuð fyllra orðalag á frv.

En út af því, sem hv. 1. þm. Eyf. talaði um það, að ef þetta orðalag væri við haft, þá vær ekki ágreiningur milli landeigandans og a.m.k. meiri hluta bæjarstjórnarinnar á Siglufirði, þá get ég ekki um það sagt að vísu, en mér dettur ekki í hug, að bæjarstjórnin á Siglufirði geri ágreining sín á milli út af slíku. Hitt er svo algert aukaatriði, hvort það er gert til þægðar einhverjum manni eða mönnum að taka til greina einhverjar till. um orðalagsbreyt. á frv. Aðalatriðið fyrir mér er að fá þessa heimild, sem frv. er um.