22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í D-deild Alþingistíðinda. (2653)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Forsrh. (Ólafur Thors):

Ég vil svara fyrirspurn fyrrv. forsrh. Ég vil þá segja honum það, í sambandi við það, sem hann sagði, að ég hefði sagt á ráðherrafundi, að ég vil lýsa mig saklausan af því að hafa vitað nokkuð um það, að þessi leigumáli yrði framkvæmdur. — Hv. þm. Str. getur ekki á neinn hátt sagt, að ég hafi brugðizt því trausti, sem hann hefur borið til mín í þessu máli. Ég hef sagt það í þessu máli, sem ég hef vitað, að réttast væri og sannast. En ég skal ræða þetta nánar við hv. þm. Str., ef hann vill.