26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (361)

4. mál, frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Hv. þm. Ísaf. er búinn að sitja, ég man ekki hvað mörg þing, en verður það á að koma fram eins og maður, sem aldrei hefur á þing komið. Því að þegar talað er um grg. fyrir frv., sem koma fram á þingi, þá eru það ekki grg. ríkisstjóra, sem staðfestir lögin. Grg., sem ráðh. fluttu, voru alveg tilsvarandi þeim grg., sem fylgja frv. frá flutningsmönnum á Alþingi. Þetta er það, sem ég sagði. Og slík grg. var lesin upp í útvarpið. Grg. ráðh. voru grg. flm. frv., og þess vegna hefur ekkert skeð annað en það, sem skeður á hverju einasta þingl. Þetta er á sinn máta eins mikill barnaskapur hjá hv. þm. eins og tal hans um „hreyfinguna“, bæði hártoganir og barnaskapur.