09.03.1942
Neðri deild: 15. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í C-deild Alþingistíðinda. (403)

23. mál, skipti Laxárdals og Ymjabergs og 3/4 hlutum Stóru-Sandvíkur

Þorsteinn Briem:

Ég bjóst við, að framsaga yrði einhver í þessu máli. En nú hef ég ekki fyrir mér aðrar upplýsingar en grg. frv. Þar er gerð nokkur grein fyrir því, hvernig þessi jarðaskipti horfa við ríkissjóði fjárhagslega. Hins vegar vantar algerlega upplýsingar um viðhorf ábúenda. Ég ger í ráð fyrir, að á báðum þeim jörðum, sem láta á af hendi, séu einhverjir ábúendur, og þyrfti að liggja ljóst fyrir, að ekki sé gengið á rétt þeirra með skiptunum. Ef frv. fer til landbn., tel ég nauðsyn, að hún leiti umsagnar þeirra. Eins þarf að leita umsagnar sveitarfélaganna, sem hlut eiga að máli. Hvoru tveggja leyfi ég mér að beina til n. Í grg. segir, að veiði sé í Laxá með landi beggja jarðanna vestra, en engin hugmynd um það gefin, hvers virði megi í rauninni telja veiðina. Á 10 árum getur mikil breyting orðið á verðmæti slíkra hlunninda, og vildi ég, að n. rannsaki það atriði málsins.