07.05.1942
Neðri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í C-deild Alþingistíðinda. (445)

24. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Stefán Stefánason:

Ég vildi gjarnan leiðrétta hv. þm. Ísaf. Hann sagðist hafa reynslu sem fiskimaður við Eyjafjörð, og ég rengi hann ekki um það, en ég mætti kannske spyrja hv. þm., hvað álar Eyjafjarðar séu djúpir. Hann heldur því fram, að dragnótaveiðar sé aðeins hægt að stunda á grunnsævi, en ég get frætt þennan hv. þm. um það, að dragnótaveiðabátarnir hafa upp í 1600 faðma langa tóg og geta dregið dýpstu ála Eyjafjarðar þvera og endilanga.

Ég tel svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta ítrekar, en vil að endingu segja, að mér finnst menn ekki eigi að veigra sér við að krefjast þess af hæstv. ríkisstj., að hún láti rannsaka þetta mál gaumgæfilega. Þess vegna vil ég láta breyta hinni rökstuddu dagskrá.