07.05.1942
Neðri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í C-deild Alþingistíðinda. (591)

124. mál, virkjun vatnsfallannaí botni Arnarfjarðar

*Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég sé ekki ástæðu til að hafa langa framsögu fyrir þessu máli. Hér er eingöngu um að ræða sérleyfi til vatnsvirkjunar, sem á að heimila stj. að veita. Það er ekki um að meða neinn styrk eða ábyrgð, heldur aðeins, að ef skilyrði eru til að framkvæma þetta mál, þá sé stj. heimilt að veita sérleyfi til þess. Á síðasta vetri vaknaði mikill áhugi fyrir að leysa rafmagnsmál vestfjarða, og ef á að gera það í einu lagi, þá verður það ekki gert nema með því að virkja fallvötnin í botni Arnarfjarðar. Rafmagnseftirlit ríkisins hefur gert þarna áætlanir sínar, en til þess að hægt sé að gera nákvæmar áætlanir, verður að rannsaka það nokkru nánar næsta sumar. Þangað til verður reynt að stofna félag, sem tæki að sér framkvæmdir í málinu. Og þess vegna er fra. fram komið. en öll skilyrði um sérleyfið eru samkv. frv. í höndum stj.

Ég óska svo, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og iðnn.