22.05.1942
Efri deild: 64. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í B-deild Alþingistíðinda. (597)

2. mál, dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum

Árni Jónsson:

Má ég benda hæstv. forseta á það utan dagskrár, að þetta var mesta deilumál þingsins og það mál, er stjórnarsamvinnan rofnaði á, og mér finnst ákaflega einkennilegt að fara að greiða atkv. um það, þegar ekki er nema helmingur deildarmanna við. Ég vil aðeins skjóta því til hæstv. forseta að fresta atkvgr.