01.04.1942
Efri deild: 26. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í C-deild Alþingistíðinda. (786)

65. mál, alþýðutryggingar

Flm. (Brynjólfur Bjarnason):

Ég skal verða enn þá stuttorðari um þetta frv. en það síðasta (frv. til l. um framkvæmd á IV. kafla I. um alþýðutryggingar). Það þýðir ekki heldur að hafa langar ræður, því að fátt er í d.

Enda þótt þetta heiti breyt. á l. um alþýðutryggingar, þá er það ekki nema að forminu til breyt. á núverandi löggjöf, því að hér er í raun og veru um að ræða till. um nýja löggjöf, því að enn hafa engar atvinnuleysistryggingar verið til. þrátt fyrir kafla í alþýðutryggingal. um þær, því að hann er eins og kunnugt er aðeins dauður bókstafur. En að forminu til er frv. till. um breyt. á lögunum.

Samkv. þessu frv-. eru það bæir og ríki, sem eiga að kosta tryggingarnar, og verkamenn, að svo miklu leyti sem þeir sjálfir ákveða. Langmestur hluti á að greinast af atvinnurekendum. og má í raun og veru líta á það sem hluta af vinnulaunum. Upphæð sú, sem ríkissjóður og bæjarsjóðir greiða. yrði, miðað við núverandi verðlag, um það bil 140 kr. á hvern sjóðfélaga samtals hjá ríki og bæ. Þetta er að vísu nokkur upphæð, en þó lítill hluti þess tjóns, sem bæir og ríki verða fyrir af atvinnuleysi þúsunda manna. að svo miklu leyti sem hægt er að meta það tjón til peninga. Ætlazt er til, að árin 1942 og 1943 yrði veitt úr ríkissjóði aukaframlag til sjóðsins, 3 millj. kr. hvort ár. Ég tel sjálfsagt. að þessi ár. þegar fjárhagur ríkissjóðs er afburða góður. verði notuð til þess að koma fótum undir svona sjóð. Það er erfitt að áætla, hverju tekjur atvinnuleysissjóðs mundu nema til þess liggja fyrir allt of ófullnægjandi skýrslur, en eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja. ættu þær ekki að nema minna en 10– 12 millj. kr. 1942 og 1943, þegar miðað er við allar tekjur. líka aukaframlag það, sem gert er ráð fyrir úr ríkissjóði þessi ár. Tekjur félags eins og Dagsbrúnar yrðu þá a.m.k. 2 millj. kr. hvort ár.

Ég hef líka í þessu frv. fellt burt flest ákvæði, sem eru í núverandi löggjöf um hömlur á, hvernig atvinnuleysissjóður megi verja tekjum sínum til styrktar atvinnulausum mönnum. Biðtími er ekki samkv. frv. og heimilt að greiða 4/5 í stað 3/5 af vinnulaunum. Ég álít, að þetta eigi að vera á valdi sjóðanna, vegna þess að þeir fá ákveðnar tekjur, og þá á að vera á þeirra valdi, hvernig þeir ráðstafa styrk til atvinnulausra félagsmanna. Auk þess er opin leið til að gera trygginguna fullkomnari með því, að félagsmenn greiði hærri gjöld til sjóðs síns.

Einhver kann að halda fram, að nær væri að safna í sjóð til opinberra framkvæmda. Sízt skal ég standa á móti því, og það er nóg fjármagn fyrir hendi til slíkrar sjóðsöfnunar, þó að þetta frv. verði samþ. En ég vil benda á, að það er líka hægt að hola þessa atvinnuleysissjóði til verklegra framkvæmda, ef hægt er að bægja atvinnuslysinu frá dyrum þjóðarinnar um nokkurt skeið, því að þegar þessir sjóðir væru orðnir nógu sterkir, væri hægt að veita lán úr þeim til atvinnuframkvæmda og tryggja þeim jafnframt nægilegar tekjur til þess að standa undir skuldbindingum sínum, ef á þarf að halda. Slíkar tryggingar eru bezta hvatning til sem mestra verklegra framkvæmda af hálfu þess opinbera. Og þegar safnað er í sjóði, tel ég sjálfsagt, að tækifærið sé jafnframt notað til þess að koma á sem beztum alþýðutryggingum. Sumir hafa haldið fram, að hækkun á grunnkaupi nú mundi verða til þess, að atvinnuleysi yrði enn tilfinnanlegra eftir stríðið, þegar verðlækkun á afurðum okkar skellur yfir. Hér er um að ræða hækkun á kaupi til þess að tryggja menn gegn atvinnuleysi, og þess væri þá að vænta, að enginn stæði gegn því.