14.04.1942
Neðri deild: 34. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

3. mál, útsvör

*Bjarni Ásgeirsson:

Herra forseti ! Við höfum, ég og hv. þm. V.-Húnv., leyft okkur að bera hér fram brtt. við útsvarsl. Það hefði verið ástæða til að gera fleiri brtt. við þessi I. En við vildum í þetta skipti ekki fara lengra heldur en þetta. Úr því að útsvarsl. voru á annað borð opnuð, þá vildum við, að þessi breyt. væri sett í l.

Efni þessar brtt. er það, að breyta ákvæðum í tveim liðum 9. gr. l., sem eru um það, að heimilt er nú að skipta útsvörum á milli sveita, þegar menn, sem eru útsvarsskyldir í einu sveitarfélagi, hafa vinnu eða reka atvinnu í öðru sveitarfélagi, sem nemur nokkru verulegu. En það er sýnilegt, að löggjafinn hefur, þegar þessi l. voru sett, ekki ætlazt til, að verið væri að eltast við hverja smáupphæð, sem menn ynnu sér inn utan heimilissveitar, heldur ætti þessi skipting aðeins fram að fara, ef um verulegar slíkar upphæðir væri að ræða. Það er ákveðið í 9. gr. 2. tölul., að þegar maður hefur unnið a.m.k. á mánuði utan sveitar samtals á útsvarsárinu í sömu sveit og hefur fengið kaup a.m.k. 3000 kr. að öllu samanlögðu, sem til greina kemur, þá geti sú sveit, þar sem hann vinnur sér þetta inn, tekið hluta af útsvari hans. Og sama gildir, samkvæmt 3. tölul. sömu lagagr., ef maður er lögskráður á skip utan heimilissveitar a.m.k. 3 mánuði af útsvarsárinu samfleytt í sömu sveit og hefur fengið kaup a.m.k. 5000 kr.

Nú þykir okkur flm. þessarar brtt. sjálfsagt, að sama regla sé við höfð, þegar þessar upphæðir eru ákveðnar, eins og í skattal. gildir um umreikning á tekjum, þannig að áður en til útsvarsskiptingar komi, þá hækki þessar upphæðir, sem miðað er við í þessum tilfellum, eftir verðvísitölu. Því að með þeirri breyt., sem hefur orðið á verðgildi peninganna og vinnulaunum, mundi þetta að óbreyttum l. verða einlægur eltingarleikur með útsvarsskiptinguna. Er þetta ákvæði brtt. í samræmi við útsvarsl. um umreikning á tekjum, að það sé ákveðin hækkun á þessum tveimur upphæðum, sem kaupið þarf að ná, sem sé hækkun, er nen1i meðalverðlagsvísitölu skattársins, til þess að heimilt sér að skipta útsvörunum. Þetta er aðalbreyt. með brtt.

Hinn liður brtt. er um það, að aftan við 2. gr. bætist ákvæði um það, að þetta komi til framkvæmda við innheimtu útsvara. sem falla á 1912 og lögð eru á tekjur af vinnu á árinu 1941.

Vænti ég þess, að hv. þm. verði okkur flm. sammála um, að þetta sé ekki nema sjálfsögð breyt., eins og ástandið er nú í landinu.