16.04.1942
Neðri deild: 36. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

3. mál, útsvör

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég þarf að bera mig upp við hv. þd. og hv. flm. þessarar brtt. út af því, hvernig hún er borin fram. ,Þetta mál er komið hér gegnum fyrri umr. og er búið að vera í n. hér í d., og þá fyrst koma hv. þm. með brtt. við frv. og ætlast til þess, að hún verði samþ., án þess að n. fái tækifæri til að athuga hana. Þeir hljóta þó að vita það, hv. flm., að sams konar brtt. var borin fram í hv. Ed. og féll þar. Og því er bersýnilegt, að ef þessi breyt. væri gerð á frv. hér í þessari hv. d., væri frv. stofnað í verulega hættu. Og það þætti mér ákaflega leitt, þar sem málið að öðru leyti hefur verið samkomulagsmál innan þingsins. Þar við bætist nú þetta, að allur þessi málflutningur hv. 7. landsk, byggist á algerðum misskilningi fyrir þessari þörf, sem hér er um að ræða, því að útsvarslöggjöfin hefur séð fyrir því, að Siglufjarðarbær geti fengið tekjur af atvinnurekstri, sem þar er rekinn. Það er þannig fyrir mælt í l., að það skuli skipta útsvörum, sem þeir aðilar greiða, sem hv. 7. landsk. talaði sérstaklega um, milli heimilissveitar og þeirrar sveitar, þar rem atvinnan er rekin. Og eftir því sem framkvæmdin er á því, þýðir atvinnurekendum ekkert að stofna sér lögheimili í annarri sveit, þar sem útsvör eru lægri, því að ríkisskattan. getur hækkað útsvörin á þessum mönnum og félögum með tilliti til þeirra gjalda, sem sanngjarnt er falið, að þessir aðilar borgi vegna atvinnurekstrar síns utan sinnar heimilissveitar. Og sannleikurinn er sá í þessu máli, að það er þá aðeins fyrir framkvæmdaleysi bæjarstjórnar Siglufjarðarkaupstaðar, ef hann hefur farið á mis við tekjur af þessum atvinnurekstri á undanförnum árum. Ég verð að lokum að láta undrun mína í ljós yfir því, að einmitt þessir 2 hv. þm. skuli flytja þessar brtt., sem í sambandi við skattal. eru að gera sig, með miklum rétti, upp undan því, hvað skattgreiðendur séu berskjaldaðir fyrir útsvarsálagningu. En ef á að gefa bæjar- og sveitarstj. lausan tauminn, þannig að þær geti sjálfstætt lagt útsvör á atvinnurekendur, er hag þeirra teflt í enn þá meiri tvísýnu heldur en með útsvarslöggjöfinni, eins og hún er nú.

Ég vænti þess, að hv. d. felli þessar brtt. og afgreiði frv. eins og það kom frá 2. umr.