08.04.1942
Efri deild: 28. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 382 í B-deild Alþingistíðinda. (955)

32. mál, sala Hvanneyrar í Siglufirði

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. samhljóða þessu hefur verið hér fyrir þessari hv. d. áður. Það var flutt hér á síðasta reglulegu Alþ., og afgr. þá þessi hv. d. það frá sér í því formi, sem það nú er flutt f. En í Nd. dagaði málið uppi. Í grg., sem fylgdi frv. þá, og í umr, á vetrarþinginu 1941 var mál þetta alveg upplýst, svo að ég tel ekki ástæðu til að fara langt út í það nú.

Það er, eins og hv. þdm. er kunnugt, þannig, að Siglufjarðarbær hefur eignazt allmiklar jarðeignir kringum bæinn, en landið, sem undir hænum er, hefur bærinn ekkí eignazt enn þá. Mikill hluti þess er eign kirkjujarðasjóðs, þ.e. eign Hvanneyrar, en nokkur hluti þess hygg ég, að muni vera í einstaklingseign. Ég lít svo á, að auk þeirra venjulegu þarfa bæjanna til þess að eignast land það, er þeir standa á, þá bætist það við á Siglufirði, að bænum sé nauðsynlegt að eignast land Hvanneyrar vegna þess, að mér skilst, að þá verði aðstaða bæjarins betri til þess að geta náð á einn eða annan hátt yfirráðum yfir þeim hluta lóðanna, sem eru í einstaklingseign. Og ég get hugsað mér, að ef ekki nást um það aðgengilegir samningar með frjálsu móti, þá gæti vel leitt til þess, að Siglufjarðarbær yrði neyddur til þess að fá heimild fyrir eignarnámi á þessu landi. En það liggur nú ekki fyrir hér, heldur vil ég benda á þetta sem röksemd í viðbót við þær, sem hér er fram dregið í grg. frv., fyrir nauðsyn þess, að Siglufjarðarbær fái þetta land keypt. Ég geri líka ráð fyrir, eftir þeirri undirtektum, sem þetta mál fékk á aðalþinginu 1941, að Hv. þdm. sé þetta ljóst.

Við frv. hafa nú hér í d. komið fram 2 brtt., önnur þess efnis að heimila ríkisstj. að selja Vestmannaeyjakaupstað Vestmannaeyjar eða landspildu þar, og var nokkur grein gerð fyrir þessari brtt. við 1. umr. þessa máls. Þessa brtt. hefur allshn. athugað, og, eins og segir í nál. hennar, getur n. ekki, eins og sakir standa, fallizt á hana, ekki af því að allshn. vilji leggja neinn dóm á það, hvort þessi ósk Vestmannaeyjakaupstaðar sé ekki á rökum reist, heldur vegna hins, að þarna stendur nokkuð öðruvísi á heldur en venja hefur verið til, þegar um slíkar heimildir hefur verið að ræða. Ríkið á nú allar Vestmannaeyjar, þ.e.a.s. lóðir og lendur þar. Og eins og kemur fram í nál., þá er það óskipt álit allshn., að kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum sé það stór nauðsyn, að allt það land, sem þau þurfa að nota, sé eign hins opinbera, þ.e. ríkis eða sveitar- og bæjarfélagn. Hins vegar hefur allshn. ekki tekið málið á þeim grundvelli, hvort það eigi að stefna að því, að allt slíkt land verði eign bæjarfélaganna, og til þess hefur hún því enga afstöðu tekið. En að því er snertir Vestmannaeyjar, þá eru þær eign ríkissjóðs. En vel má vera, að ástæður séu til, að það álitist heppilegra, að þessar landeignir eða vissir hlutar þeirra verði eign bæjarfélagsins frekar heldur en ríkissjóðs. En ég álít það mjög óheppilegt, að bæði bæjarsjóður og ríkissjóður séu eigendur að landi því, sem bæirnir þurfa að nota. Og ef það reyndist svo, að það yrði talin nauðsyn fyrir Vestmannaeyjakaupstað að eignast eitthvert land af eyjunum, meira eða minna, þá ættu þar, eftir minni skoðun, að vera sem allra hreinust skipti á milli eignar ríkisins á landi þeirra annars vegar og landi bæjarins hins vegar. Og ef ríkið seldi lóðir í Vestmannaeyjum, teldi ég, án þess að það hafi verið rætt sérstaklega í allshn., að langskynsamlegast væri, að allar byggingar- og ræktunarlóðir þar yrðu þá eign bæjarins. Ég vil taka þetta skýrt fram, til þess að það valdi engum misskilningi, að þó að allshn. sé á móti því, að þessi brtt. um sölu á landi í Vestmannaeyjum verði samþ., þá hefur hún samt ekki látið í ljós á neinn hátt andstöðu við það, að athuguðu máli á sínum tíma, að kaupstaðurinn fengi keypt meira eða minna af landinu. Þá leið hefur n. alls ekki farið inn á. En það er af þessum ástæðum, að n. hefur ekki haft tækifæri til að athuga málið nægilega, og svo af hinu líka, að n. telur, að það sé ekki aðgengilegt fordæmi að koma heimild til sölu á ólíkum stöðum í l. með brtt. við frv., sem fyrir liggur til umr., að n. getur ekki fallizt á að samþ. þessa brtt. Og ég skal taka það fram, að ég álít, að sala á Vestmannaeyjum sé svo umfangsmikið mál, að það þurfi allýtarlegan undirbúning. Og ég hef talið það langskynsamlegast, að þetta mál væri rætt af bæjarstjórn Vestmannaeyja við ríkisstj. og reynt að ná niðurstöðu um það, hvernig með það skyldi farið.

Það er drepið á það í nál., að það hafi heyrzt raddir um það, að ekki væri sem æskilegust framkvæmd á byggingum og meðferð lóða og bæja í Vestmannaeyjum og víðar, og ég hygg, að það hafi komið fram við 1. umr. þessa máls. Og n. viðurkennir, að svo muni geta verið, og hún telur æskilegt, að úr því yrði bætt, ef hægt væri. En hins vegar liggur það fyrir utan verkahring n., a.m.k. að þessu sinni, að gera nokkrar tili. um slíkt. En að því er snertir Vestmannaeyjar, þá má vel vera, að þar sé þessi óreiða í töluvert stórum stíl. Mér virðist því, að langréttasta leiðin í þessu máli öllu væri sú, að bæjarstjórn Vestmannaeyjakaupstaðar ætti ýtarleg viðtöl við ríkisstj. um það, á hvern hátt bezt væri ráðið fram úr þessum málum. Og þess vegna er það, að allshn. telur, að það væri æskilegast fyrir málið, að flm. þessarar brtt, tæki hana aftur nú. Fari svo, að hann vilji ekki gera það, getur n. ekki annað en lagt til, að brtt. þessi verði felld. Allshn. telur, að hér sé um mjög mikilvægt mál að ræða, en það sé svo lítið undirbúið og þinginu svo ókunnugt, að ekki geti komið til mála að heimila slíka sölu undir þeim kringumstæðum og með þeim undirbúningi málsins, sem hér liggur fyrir.

Þá hefur hv. 5. landsk. þm. (ÞÞ) einnig borið fram brtt. við þetta frv., þess efnis, að ríkisstj. heimilist að selja Ólafsvíkurhreppi þjóðjörðina Ólafsvík á Snæfellsnesi. Það er það sama að segja um þessa brtt. eins og brtt. frá hv. þm. Vestm. (JJós), að n. telur það ekki æskilegt fordæmi, að slíkum málum sé komið að sem brtt. við frv. um heimild til sölu á vissum jarðeignum, sem venjulega eru töluvert vel undirbúin og þingið hefur átt kost á að kynna sér vel að öllu leyti, þar sem hins vegar þingið getur tæplega kynnt sér slík sölumál, þegar þau liggja þannig fyrir sem þessar brtt. Enn fremur vil ég taka fram, að viðvíkjandi sölu á Ólafsvík liggur alls ekki fyrir umsögn frá viðkomandi sýslun. um þetta. N. verður að lita svo á, að það sé nauðsynlegt, að slík umsögn liggi fyrir. Hins vegar hefur ekkert komið fram í því máli heldur, sem geri það að verkum, að n. verði á móti efni brtt. á þskj. 64, frá hv. 5. landsk., þegar það mál væri fram borið á þann hátt, sem n. telur við eiga, og málið er upplýst þannig, að Alþ. sé fyllilega ljóst, hvernig málið liggur fyrir og hvað um er að ræða. Þó þessa sé ekki getið í nál. viðkomandi brtt. á þskj. 64, þá eru það tilmæli allshn. til hv. 5. landsk. þm., að hann einnig taki sína brtt. aftur, af sömu ástæðum og n. færði fram gagnvart hinni brtt., frá hv. þm. Vestm., að n. telur, að málinu sé bezt borgið á þann hátt. Og þó að þessi afstaða n. kunni að leiða til þess, að þingið geti ekki afgr. það mál nú í því formi, sem það er borið fram, þá er ekki steinn lagður í götu málsins fyrir því. Og allshn. vill ekki á hinn minnsta hátt leggja á móti þeirri heimild, sem hv. 5. Landsk. þm. leggur til með brtt. að veitt verði, heldur er n. á móti brtt. af þeim ástæðum, seril ég hef tekið fram viðkomandi báðum þessum brtt.