11.08.1942
Efri deild: 4. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Brynjólfur Bjarnason:

Mér skildist á hæstv. ráðh., að hann hefði aðallega það á móti ákvæði um uppsögn samninga, að það væri lögþvingun. Það ætti að vera auðvelt að uppræta þann misskilning. Ákvæðið vær í sett til þess að afnema þá lögþvingun, sem er og mundi ella geta haldizt samningstímann út þrátt fyrir afnám þeirra l., sem komu henni á. Afnám l. án ákvæðis um þetta væri aðeins takmarkað afnám núverandi lögþvingunar, og verður þá ekki séð, hvernig hægt er að koma á þeim allsherjarsamningum, sem eru skilyrði fyrir vinnufriði.