07.09.1942
Efri deild: 25. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 353 í B-deild Alþingistíðinda. (455)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Jónas Jónsson:

Ég vil leiða athygli hæstv. forsrh. að því, að hér er lagt fram ádeiluskjal á Framsfl., sem ég kann ekki við, þar sem við framsóknarmenn höfum leyft öll afbrigði, til þess að málið mætti koma til meðferðar. Ég veit, að þetta mál verður samþ., en ég vil bara reyna, hversu mikinn drengskap er hér um að ræða. Ég vil því skora á þann ráðh., sem útvarpið heyrir undir, að hann láti birta grg. frá okkur framsóknarmönnum í útvarpinu á morgun.