03.09.1942
Neðri deild: 20. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 422 í B-deild Alþingistíðinda. (617)

24. mál, raforkusjóður

Eysteinn Jónsson:

Það er aðeins örlítil aths. Ég lít öðruvísi á þetta mál en þeir, sem hér hafa talað. Ég álít, að breyt., sem gerð var í Ed., sé þvert á móti til bóta. Ég sé ekkert nema réttmætt í því að leysa rafmagnsmál allra byggða landsins, sem ekki hafa fengið rafmagn, í einu kerfi. Ég tel vafasamt að þvæla málinu og er því á móti brtt. hv. þm. V.-Húnv. Ég tel ekki, að það þurfi nokkuð að skerða rétt sveitanna, þótt málin séu leyst í heildarkerfi fyrir sveitir og kauptún í senn, eða fyrir alla þá staði, þar sem þessi mál eru enn þá óleyst.