04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 881 í B-deild Alþingistíðinda. (1320)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Jón Pálmason):

Síðan 2. umr. fór fram hér í hv. d. mun hafa verið lögð fram brtt. við þetta frv. frá þrem hv. þm., á þskj. 283, og fer hún fram á að breyta frv. í þá átt, að ekki sé heimilað með því að kaupa eða byggja hús í því skyni, að alþm. fái þar bústað um þingtímann. Ég vil taka það fram, að fjhn. hefur tekið þessa till. til athugunar og vill einróma mæla á móti því, að hún verði samþ. N. vill mælast til þess, að þetta frv., sem mun hafa verið samþ. með öllum atkv. í hv. Ed., fái hér afgreiðslu án þess að þessi till. komi til þess að eyðileggja það.