06.02.1943
Neðri deild: 51. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í B-deild Alþingistíðinda. (1337)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Jörundur Brynjólfsson. Herra forseti. — Það, sem er mest um vert, er, að þessir þm., sem standa að brtt. á þskj. 283, hafa viðurkennt nauðsyn frv. og þörfina á að leysa úr húsnæðisvandræðum þm. En þá er bara spurningin hvernig bezt verði leyst úr þeim. Í frv. er ríkisstj. veitt heimild til þess að leigja húsnæði handa þm. Bregðist það, veitir frv. heimild til þess að láta byggja hús yfir þm. Mér skilst, að fyrst þannig er frá málinu gengið, þá verði það ekki leyst á hagkvæmari hátt en í frv. Mér virðist það alls ekki sjálfsagt, að þó að kynni að fást leigubústaður fyrir þm., þá hljóti það að verða betra eða fjárhagslega heppilegra en að byggja yfir þá hús. Ég veit ekki betur en sumir þm. verði nú að greiða um 30 kr. eða jafnvel meira í húsaleigu fyrir sólarhringsveru í bænum.

Það yrði áreiðanlega stórum hagkvæmara fyrir ríkið að byggja hús yfir þm. en að taka þátt í slíkum greiðslum, en það verður það vitanlega að gera, þar sem húsaleigureikningurinn einn er orðinn nærri eins hár og kaupið.

Eins og ég hef margoft bent á, þá verður ekki ráðizt í byggingu, nema þetta vandamál verði ekki leyst með öðru móti. Það má því ekki vera verr fyrir þessu séð en gert er í frv.

Ég skal ekki fjölyrða um það, sem hv. þm. Borgf. sagði, þar sem hann er nú farinn af fundi. Ég hef ítrekað það. að forsrh.-bústaðurinn er mjög óheppilega byggður til þess að vera þingmannabústaður, og það mundi verða að breyta honum mjög, auk þess sem hann er ófullnægjandi og í alla staði mjög óhentugur. Hv. þm. N.-Þ. benti á það, að einn utanbæjarþm. hefði flutt brtt. á þskj. 283, og taldi hann það sýna þegnskap. En ég veit ekki, hvort hann hefur athugað, hversu mikill þegnskapur er í því fólginn, áður en hann gerðist meðflm. brtt. Ég efast um, að það verði miklu dýrara að leigja bústaði fyrir þm. heldur en að byggja yfir þá, og ég veit ekki, hvort allir þm. hafa gert sér það ljóst, ef brtt. á þskj. 283 verður samþ. þá er alls ekki hægt að byrja. Það er líka auðséð, að það nær engri átt að taka burt í heimildina, ef í nauðirnar rekur. Ég vonast því eindregið til þess, að hv. deild samþ. frv. óbreytt.