05.02.1943
Neðri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 897 í B-deild Alþingistíðinda. (1388)

6. mál, sala Stagley

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Ég skal ekki þreyta hv. þingdeild á miklu stagli um þetta mál. Það er upphaflega komið frá Ed., og var þar einróma mælt með því að selja Stagley á Breiðafirði til afnota fyrir Flateyinga, sem búrekstur stunda. Það er líka hentugra að nytja Stagley frá Flatey en Reykhólum, enda hefur hún verið leigð Flateyingum nú undanfarið. Landbn. hefur athugað frv. og samþ. einróma að mæla með sölunni, en hún hefur orðið ásátt um að leggja til að bæta því í frv., ef Flatey vildi einhvern tíma selja Stagley aftur, þá skuli ríkið eiga forkaupsrétt að henni fyrir sama verð og hún verður seld nú. Mæli ég hið bezta með því, að þessi brtt. verði samþ. og frv. þannig breytt nái fram að ganga.