24.02.1943
Efri deild: 62. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1010 í B-deild Alþingistíðinda. (1693)

4. mál, áfengislög

Gísli Jónsson:

Það þarf ekki að segja þeim, sem til þekkja, að þetta mál er mér í eðli sínu jafnmikið áhugamál og hv. 9. landsk. þm. Mér þykir leitt, að þessar umr. urðu ekki fyrr, og að þær upplýsingar, sem nú eru fram komnar, komu ekki fyrr. Ég tel það mikils virði að fá eindregið skorið úr því hér fyrir atkvgr., hvort það er rétt, að ríkisstj. geti haldið áfram sölu áfengis í landinu eftir samþ. þessa frv., því að ef það er rétt — og því heldur hv. 9. landsk. þm. fram nú og fyrrv. dómsmrh., hv. þm. Str., fullyrti, að ekki væri hægt að leggja niður áfengissölu, breytir það afstöðu minni svo mikið, að ég get ekkí samþ. frv. Hafi ríkisstj. ekki rétt til að selja áfengi í heildsölu, ef frv. verður samþ., er hér í rauninni um bann að ræða, grímuklætt bann, og er þá bezt að ganga til atkv. um það í d., hvort hér á að vera bann eða ekki. Breyti frv. hins vegar engu um sölu áfengis í landinu, er það ekki annað en humbug og eykur bara söluna bakdyramegin.

Ég held því, að rétt sé að fá málinu frestað og setja það aftur í n. og fá yfirlýsingu ríkisstj. um það, hvort hún telur sig hafa heimild til að selja áfram áfengi. Þá mundi hv. þm. verða ljóst, um hvað þeir væru að greiða atkv.