17.03.1943
Neðri deild: 77. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (2065)

8. mál, vegalög

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Það er sem frsm. samgmn., að ég tek hér til máls.

N. hefur að lokum með samvinnu við samgmn. Ed. komizt að þessum niður stöðum. Í fyrsta lagi, þar sem hér er um að ræða meðferð málsins í fyrri d., telur hún rétt að komast að raun um, hvort þær till., er nefndirnar standa víðar að, eru tryggar með að komast óbreyttar til síðari d., og þá yrði að vera samkomulag um það hér í hv. d., hvort menn álitu með rökum hægt að bæta till. n. og hvort gerlegt væri þá að verða við því. Með þetta fyrir augum og eins hitt, að ekki varð hjá því komizt efnisins og formsins vegna að gera brtt. við aðaltill. á þskj. 517, þá hefur n. borið fram sínar brtt. á þskj. 551.

Þar er að vísu gengið inn á nokkrar nýjar brtt., er komu fram, eftir að n. skilaði áliti, en um þær hefur orðið samkomulag í n., og þótti henni réttara að taka þær allar inn á eitt þskj. með sínum eigin brtt., og leggur hún til, að þessar og ekki fleiri verði samþ., nema um væri að ræða liðabr. eða þessháttar. Þessar till. á þskj. 551 eru í fjórum töluliðum.

1. liðurinn er í samræmi við þskj. 472 og borinn fram af hv. þm. Hafnf. í samráði við annan hv. þm. í Ed. Hér er um breyt. að ræða, sem ekki er mikil að efninu til. Það er framlenging Grindavíkurvegar að Reykjanesvita frá Grindavík. Það er að vísu um þessa brtt., eins og fleiri, að vegamálastjóri hefur ekki séð sér fært að svo komnu máli að mæla með þeim, þótt um sanngirniskröfu sé að ræða í framtíðinni. Hann hefur að vísu tekið fram í grg. sinni, að til þessa vegar sé veitt fjallavegatillag, en það gildir þá nokkuð einu, þótt hann sé tekinn inn á þ jóðvegatillagið.

En þá skilst manni, að það geri ekki ærin mun, hvort vegurinn heitir þjóðvegur og lagt sé til hans af þjóðvegafé, því að það kemur í sama stað niður.

Auk þess hefur n. komið saman um að leggja til vegar að Reykjanesvita, og hafa aðrar stofnanir lagt áherzlu á, að þarna væri greiður vegur, sem væri alltaf fær, vegna hættu á slysum, sem alltaf geta orðið á þessum slóðum. Slysavarnafélag Íslands hefur tekið það upp sem áhugamál sitt, að hvarvetna á landinu verði gerður vegur til staða með ströndum fram, þar sem hættulegt er skipum, svo að þangað verði greiðlega komizt, ef í nauðir rekur. Þannig er þá ástatt með þessa till., og skal ég geta þess, að þetta er í rauninni eina till. sem gengið er inn á og áhrærir Suðurland, sem gæti orðið sambærileg við það, sem gert er annars staðar. Næsta till. er alveg sérstaks eðlis. En að öðru leyti er það svo, að það hefur verið tekinn einn vegarspotti með í hverjum landsfjórðungi til samkomulags í báðum deildum.

Næsti liður er shlj. því, sem er á þskj. 518. Hann tilheyrir að vísu Vestfirðingafjórðungi, og ef fara ætti í meting um landsfjórðunga, ætti ekki að taka hann með. En það stendur svo sérstaklega á, að þessi vegur er tekinn eftir till. ríkisvaldsins sjálfs, eftir till. vegamálastjóra, og af þeirri ástæðu, er nú greinir. Þessi vegur gerir samanhangandi braut við tvo höfuðvegi og er þannig í sveit settur, að herstjórnin ameríska hefur tilkynnt, að hún muni næsta sumar byggja hann alveg á sinn kostnað. Vitanlega verður því boði tekið, ef vegurinn er í þjóðvegatölu, ræður hið opinbera því, hvar hann er lagður. Það er komin sú regla á, að vegamálastjóri hafi hönd í bagga um vegagerð herstjórnarinnar, og er þá hægt að taka tillit til byggðarinnar og framtíðarinnar meir en ella yrði gert.

Þá er í þriðja lagi vegur, sem heyrir til Vesturlandi, en segja má, að till. sé að mestu orðabreyt., að í stað Laugabólsvegar, sem gengur frá Arngerðareyri að Laugabóli, komi hinn sami vegur, en heiti Múlavegur, vegna þess að lagt er til, að vegurinn liggi að Múla. Það er talið, að þetta skipti kannske tveimur km og verður Múli endastöð. Þetta er nú svo lítið atriði í vegakerfinu, eins og Reykjanesvegurinn, að ekki tekur því að eyða að því fleiri orðum. En til samanburðar við þetta væri sanngirni að mæla með, að tekið yrði tillit til framkominna óska, sem fram voru bornar að vísu heldur seint, viðvíkjandi Norðurlandi og Austurlandi. Fram hefur komið brtt. frá hv. 1. þm. Eyf. í Ed., og hér í Nd. að tilhlutan hv. 2. þm. Eyf. till. um tvo vegi: Viðbót við Hörgárdalsveg, eða að hann verði lagður með sérstökum hætti, og svo Hrísavegur, sem er í Svarfaðardal. En við það kemur það fram, sem og er ætlazt til í Hörgárdal, að það liggi spottar sitt hvoru megin vatnsfallsins, báðir í þjóðvegatölu. Nú hefur af n. eðlilega verið lögð meiri áhersla á Hrísaveginn en Hörgárdalsveginn, með því að Svarfaðardalur er miklu meiri sveit og þörfin þar brýnni fyrir góða vegagerð einmitt þeim megin, sem af þessari vegagerð yrði beint áframhald. En byggð er þarna mikil og myndu margir bæir njóta. Það þótti þess vegna eðlilegt að taka annan veginn af þessum till. þm. Eyf.

Þá er loks að geta þess, sem Austurlandi við kemur, og það er Jökuldalsvegur. Hv. 2. þm. N.- M. (PZ) hefur borið fram á tveimur þskj. brtt. nú upp á síðkastið. Í öðru lagi er lagt til, að tekinn verði nýr vegur, svokallaður Seyðisfjarðarvegur, í þjóðvegatölu. Sá vegur fann enga náð fyrir augum n., enda skildist mönnum flm. leggja enga áherzlu á þá till. En hitt fer ekki dult, að bæði hann og aðrir, sem vinna fyrir þetta hérað, hafa lagt mikla áherzlu á Jökuldalsveginn. Og enda þótt svo sé ástatt um þennan veg eins og aðra, sem hér skipta máli, að vegamálastjóri hafi ekki á þessari síðustu stundu lagt með honum, þá mun hann telja, að til sanns vegar geti færzt, ef sæzt yrði á í þingi, að hann kæmi inn í l. nú. Því að að því gæti rekið, og kannske von bráðar, að þessir vegir og fleiri yrðu teknir í vegalög. En auðna verður að ráða á ýmsan hátt, hvenær byggðir verða. Enda verður vegamálaskrifstofan, sú stofnun, sem mjög fer með þessi mál, að hafa nokkuð í sinni hendi, hvernig vegagerð er háttað í landinu, enda þótt vegirnir séu komnir í vegalög. Verða þeir oft eftir það að bíða síns tíma. En hv. þm. var mikið í mun að fá lögfest, að þessir vegir skyldu vera á kostnað hins opinbera.

Í framhaldi af þessu vil ég geta þess, að frá mínu sjónarmiði er málið þannig vaxið, að ég tel aðalatriðið, að vegagerðin komist að Brú, og það mun hv. þm. ætlast til.

Langanesvegur hafði óviljandi slæðst inn í rangan kafla. Hann átti að vera síðast í Norðurlandsvegum, en ekki meðal Austurlandsvega. Brtt. um þetta atriði er því eingöngu um að færa á milli kafla. Að öðru leyti mun og í samráði við skrifstofuna verða gerð töluliðaskipting þar, sem betur þykir fara. Þetta áhrærir aðeins töluliði innan þessa höfuðkafla. Það telur n. sér ekki skylt að taka upp í brtt.

Ég vil nú vænta, að hv. d. fallist á það, sem hér er flutt fram. D. þekkir sögu þessa máls, að það er búið að vera í meðferð nefnda allan tímann síðan þing kom saman í haust, og unnið hefur verið að því ósleitilega af n. í hvorri d. og einkanlega af samvinnun., og vegamálastjóri hefur ávallt lagt lið og gefið skýrslur sínar og tillögur. Strax í byrjun var það svo, að vegamálastjóri lagði alls ekki með þeim vegum, sem n. vildu taka. Niðurstað an varð sú, að gerð var önnur atrenna og gert samkomulag við þingmenn þann veg, að tekið yrði inn meira en vegamálastjóri lagði til, og honum tilkynnt, að fengizt hefði samkomulag um að taka vegi í víðbót, þannig að segja mætti, að hver og einn þm. fengi eitthvað fyrir snúð sinn og yrðu þeir ánægðir og létu fritt á þessu þingi. En eins og ég sagði við 2. umr., þá kemur dagur eftir þennan dag, og vegalögin eru eilíf lög, ávallt tími til þess að bæta við þau.

Samgmn. þessarar d. hefur fullvissun um það, að n. í Ed. er alls kostar samþ. og mun gera sitt til þess, að málið nái fram að ganga í þeirri d. breytingalaust, ef samþ. verður nú á þennan veg, sem hér er lagt til.