07.12.1942
Neðri deild: 10. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í C-deild Alþingistíðinda. (2469)

30. mál, einkasala á bifreiðum

Páll Zóphóníasson:

Ég skildi hæstv. fjmrh. svo, að hann segði, — ég tek það eftir honum orðrétt, til þess að við getum rætt um það síðar hér á þinginu.

„Ég hef ekki skilið hið háa Alþ. þannig, að það ætlist til, að þær stofnanir, sem það rekur eða stendur að, standi ekki við skuldbindingar, sem það gerir.“ Í þessu sambandi vildi ég spyrja hæstv. ráðh., hvort ríkisstj. hafi ekki lagt svo fyrir, að riftað skyldi samningum um sölu á síldarmjöli, hvort hún hafi ekki bannað verksmiðjunum að selja það, sem búið var að lofa. Sama ríkisstj., sem segist nú vilja láta standa við gefin loforð, vildi ekki standa við þessi loforð. Ég bið hann að athuga þetta og mun minna hann á það síðar hér í þinginu.