06.02.1943
Efri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í C-deild Alþingistíðinda. (2559)

108. mál, sala á spildu úr Neslandi í Selvogi

Lárus Jóhannesson:

Út af ummælum hv. 9. landsk. (GÍG) vil ég taka fram, að í þessum landamerkjamálum er það ekki Guðmundur í Nesi, sem hefur gert rangar kröfur gegn nágrönnum sínum, heldur Bjarnarnesbóndinn, sem ætlaði sér stærstu sneiðina af beitif jöru Neslands, sem hann þó fékk ekki við komið.

Ég sé ekki ástæðu til að tefja þetta mál á því að ræða mál hér, sem enn þá er fyrir hæstarétti fyrir alveg óvenjuleg réttarafglöp landamerkjadóms Árnessýslu. En ég vildi taka fram, að upphafið að þessum málaferlum liggur ekki hjá Guðmundi í Nesi.