19.12.1942
Efri deild: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (2700)

66. mál, skólasetur á Reykhólum

Eiríkur Einarsson:

Það var ekki vilji minn að stofna hér til langra umræðna um það, í hvaða n. þetta mál ætti að fara. En mér finnst málið ekki eiga heima í menntmn., því að samkv. frvgr. sjálfri er það aðalatriðið, hvort Alþ. vilji reisa þarna skólasetur, en ekki hitt, til hvers það yrði notað, og frv. sjálft ákveður, að n. skuli gera till. um, til hvers þetta skólasetur yrði notað. Nú er það upplýst orðið, að líklegt er, að þetta verði búnaðarskóli, og telja þá sumir, að frv. eigi að fara til landbn. En ég tel, að meginatriðið sé fjárhagslegt, og vil ég því ítreka, að frv. sé vísað til fjhn. Sem varatill. ber ég fram, að því sé vísað til allshn. og sem þrautavaratill., að því sé vísað til landbn.