07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í C-deild Alþingistíðinda. (2854)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Forseti (StgrA):

Ég tel mér skylt að vekja athygli á því, að brtt., sem hér liggja fyrir á þskj. 591 og 611, eru, að mér sýnist, það gagngerðar, að það mundi gerbreyta frv. á þskj. 473, ef þær yrðu samþykktar. Mér sýnist, að verið sé að færa frv. í svipað form og það var, þegar það var flutt hér í d. En Nd. gerði þá breyt. á því, að það varð sem nýtt mál. Virðist mér, að ef frv. á þskj. 473 félli úr sögunni, væri hér nýtt mál á ferðinni. Hefði ég mesta tilhneigingu til að vísa því þskj. til hliðar, en af því að ég er viðvaningur hér, vil ég ekki gera það á eigin ábyrgð, heldur skjóta því til d., hvort hún vilji leyfa það eða ekki.