07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í C-deild Alþingistíðinda. (2878)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Eiríkur Einarsson:

Ég get tekið undir þau orð, sem hv. þm. Str. (HermJ) mælti nú síðast og voru í þá átt, að hann kynni betur við, að þetta fé væri tekið úr ríkissjóði, sem hér er ætlað til ráðstöfunar til kynnisferða sveitafólks, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur en á þann hátt, sem ætlazt er til samkv. frv., eins og það liggur fyrir ásamt .brtt. á þskj. 570. Ég hef ekki komið með neitt nál. sem einn fin1mti hluti landbn., og hef því mína sérstöðu í n. Mér finnst ég ekki geta átt samleið með samnm. mínum, sem hafa gefið út tvö nál. og staðið að þeim, tveir hv. nm. að hvoru nál. Því að allt er þetta mál orðið svo skrumskælt, að mér finnst eiginlega hvergi vera að málinu komandi orðið. En þegar það var hér áður á dagskrá, bar ég fram brtt.þskj. 294) við það, sem var í þá átt, að fólk yrði frjálst að því að safna saman aurum til menningarnota.

Ég er alveg á móti því að taka þetta framlag af heildsöluverði á kjöti og mjólk. Það geta alltaf komið þær stundir, að framleiðendum veiti ekki af að halda til haga sem hæstu verði til framleiðenda, og neytendum sem lægstu verði til neytendanna á þessum vörum.

Svona handahóf eins og haft er á þessu máli, eftir að búið er að afgreiða l. um orlof, gerir það að verkum, að ég sé mér ekki fært að vera með þessu máli. Frv. er orðið svo óákveðið og málið orðið svo staglað, bæklað og bjagað, að ég mun sitja hjá við atkvgr. um það og láta mig það ekki neinu skipta.