12.04.1943
Neðri deild: 99. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (3114)

168. mál, óskilgetin börn

Frsm. (Áki Jakobsson):

Það liggur hér fyrir nál. frá allshn. á þskj. 729, og n. leggur til einróma, að frv. verði samþ. Þó hafa einstakir nm. áskilið sér rétt til þess að bera fram brtt. eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, að nokkrar brtt. séu komnar fram við frv. enn. En aðalefni frv. er aðeins það að bæta upp með 10% uppbót meðalmeðgjöf þá með óskilgetnum börnum, sem ákveðin er með auglýsingu félmrn. dags. 6. sept. 1940, og að á meðgjöf þessa skuli greiða verðlagsuppbót samkv. vísitölu. Með þessu er breytt til hins betra fyrirkomulagi á líkvörðun barnameðlaga frá því, sem nú er.

Þetta mál var til umr. í hv. Ed. og fór breytingalaust gegnum þá hv. d. Og ég býst við, að allir hv. þdm. hafi kynnt sér málið og ég þurfi þess vegna ekki að fara um það fleiri orðum.