16.01.1943
Efri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Brynjólfur Bjarnason:

Ég er samþykkur brtt. á þskj. 214, svo langt sem hún nær. Hins vegar leysir hún þó á engan hátt ágreininginn viðvíkjandi skipun milliþn. mill ríkisstj. og allmikiIs hluta þm. Ég vildi beina þeirri fyrirspurn til n., hvort hún hafi kannað til hlítar möguleika á því að ná samkomulagi við ríkisstj. um þetta mál.

Ég hef leyft mér að leggja fram skrifl. brtt., shlj. þeirri, sem borin var fram í Nd. af 2. þm. Reykv. Eins og ég sagði við 1. umr., þá ber ég ekki þessa till. fram fyrr en fullreynt er, að ekki verði samkomulag milli ríkisstj. og þ. Og ef yfirlýsing kæmi frá stj., sem sýndi, að samkomulag væri mögulegt, mundi ég undir eins taka till. aftur.