16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í D-deild Alþingistíðinda. (3728)

150. mál, jarðeignarmál kaupstaða, kauptúna og sjávarþorpa

Flm. (Skúli Guðmundsson):

Þessi till. er um að kjósa 5 manna mþn. til að athuga jarðeignamál kaupstaða, kauptúna og sjávarþorpa. Er til þess ætlazt samkv. tillgr., að n. athugi og geri till. um, á hvern hátt megi veita kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum eignarrétt eða varanlegan umráðarétt yfir löndum og lóðum, sem íbúar þessara staða þurfa að nota, með sanngjörnum kjörum, án þess að gengið sé of nærri hagsmunum nágrannasveitanna, enn fremur, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir óréttmæta verðhækkun á þessum löndum eða leigu fyrir þau og á hvern hátt verði tryggt, að verðhækkun á löndum og lóðum, sem fram er komin eða fram kemur vegna opinberra framkvæmda, verði almennings eign. Er til þess ætlazt, að þessi væntanlega n. skili áliti og till. fyrir reglulegt þing næsta árs, 1944.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um till., en læt nægja að vísa til grg., sem henni fylgir. Það hafa verið ákveðnar tvær umr. um till., og tel ég eðlilegt, að henni verði að lokinni fyrri umr. vísað til fjvn. eða allshn., en vil heyra álit hæstv. forseta um, hvort hann telur réttara.