29.03.1943
Sameinað þing: 34. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í D-deild Alþingistíðinda. (3731)

150. mál, jarðeignarmál kaupstaða, kauptúna og sjávarþorpa

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Eina verulega breyt., sem allshn. leggur til, að gerð verði á þáltill., er sú, að því verði ekki slegið föstu, að mþn. verði skipuð til að athuga það, sem í þáltill. getur, heldur orðist till. þannig, að Alþ. álykti að skora á ríkisstj. að láta athuga með nefndarskipun eða á annan hátt o. s. frv. Ríkisstj. getur þá kallað til þess einn, tvo eða þrjá menn, eftir því sem henni þykir heppilegast, ef brtt. verður samþ.

Allshn. hefur þótt margar mþn. verið skipaðar og vill skirrast við, að við verði bætt einni mþn, enn út af ekki stærra rannsóknarefni en þessu.