12.02.1943
Sameinað þing: 25. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í B-deild Alþingistíðinda. (609)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Steingrímur Aðalsteinsson:

Herra forseti. — Það eru aðeins tvær till., sem ég er flm. að við þessa umr. fjárl. Báðar eru smávægilegar, þannig að þar munu ekki hafa veruleg áhrif á niðurstöðu fjárl. Hin fyrri er við 13. gr. og er á þskj. .410. tölul. 14., og eru meðflm. mínir báðir hv. þm. Eyf. Till. er um, að framlagið til Öxnadalsheiðarvegar sé hækkað upp í 170 þús. kr., eða um 50 þús. Ég gerði nokkra grein fyrir því við 2. umr. fjárl., hverja nauðsyn bæri til að auka fjárveitingu til þessa vegar, og flutti þá brtt., sem var felld og gekk nokkru lengra en þessi. Þó var hún miðuð í við það, að lagður væri í veginn tiltölulega lítil hluti af því, sem nú var ætlað til að fullgera þann veg, en var hins vegar áætluð samkv. því, sem vegamálastjóri taldi nauðsynlegt að leggja fram til að bæta úr verstu torfærunum, svo að hægt yrði að halda veginum opnum að vetrinum til, þegar ekki þeirra sérstaklega miklir snjóar. Ég hygg, að hv. þm. sé það vel ljóst, að sú leið, sem hér um ræðir — ekki aðeins þessi hluti hennar, heldur fleiri — sé ein þýðingarmesta samgöngustöð þessa lands, þar sem hún liggur milli höfuðstaðar landsins og höfuðstaðar Norðurlands, og það ríður á miklu, að henni sé komið í það horf, að hægt sé að halda samgöngum uppi sem mestan tíma ársins. Ég held það sé ekki nauðsynlegt að færa nein rök að þessu, en aðeins undirstrika það, að till. sú, er ég flutti við 2. umr., var miðuð við áætlun vegamálastjóra um, hvað þyrfti til að bæta úr verstu annmörkunum á þessari leið. En þó er sú fjárhæð, sem við förum fram á, 10 þús. kr. lægri en það, sem vegamálastjóri hafði áætlað. Ég vænti þess, úr því þessu er svo mjög stillt í hóf, að hv. þm. sjái sér fært að fylgja þessari till. Og ef ég færi að bera saman þessa fjárhæð við framlög til annarra vega, þá mundu þeir sjá, að hér er mjög vægt farið í sakirnar.

Önnur till., sem ég er flm. að ásamt hv. 7. þm. Reykv., hv. 7. landsk. og hv. 5. landsk. um brtt. við till. 387, er um framlag til mæðrastyrksnefndar til að annast um sumardvalarheimili fyrir mæður. Till. fer fram á, að þessi liður sé hækkaður úr 5 þús. kr. upp í 10 þús. kr. og að sundurliðunin sé þannig, að hlutföllin haldist óbreytt frá því, sem áður var, og fái Akureyri 2000 kr. í stað l000 kr., er áður var áætlað. [frh.]