10.04.1943
Neðri deild: 96. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (976)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Forseti (JJós):

Mér hafa enn borizt tvær skrifl. brtt. Sú fyrri er við brtt. á þskj. 715, frá hv. 2. þm. S.–M., stíluð við 1. tölul. þeirrar brtt., svo hljóðandi: „Við 1. till. orðist svo: Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að fengnu samkomulagi við Alþýðusamband Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, að greiðsla verðlagsuppbótar á kaupgjald og laun fari fram eftir þeirri vísitölu, sem byggð er á verðlaginu 1. dag þess mánaðar, eftir að lög þessi öðlast gildi.“

Hin önnur skrifl. brtt., sem mér hefur verið afhent, er við frv. sjálft, og eru flm. hennar þeir hv. þm. N.-Ísf. (SB) og hv. 7 þm. Reykv. (SK). Hún er svo: “Við 7. gr.: Greinin falli niður.“

Þessar tvær brtt. eru of seint fram komnar og þar að auki skrifl. Þarf fyrir þeim tvenns konar afbrigði, sem ég vil leita í einu fyrir báðar brtt.